Fangar á Kvíabryggju bjarga konu úr bílavandræðum Bjarki Ármannsson skrifar 27. ágúst 2014 08:45 Heiðrún festist á Kvíabryggju á meðan vistmenn komu bíl hennar í gang. Vísir/Aðsend/Pjetur „Þeir voru alveg yndislegir,“ segir Heiðrún Hreiðarsdóttir mannfræðingur um fangana á Kvíabryggju sem komu henni til aðstoðar síðastliðinn laugardag. Heiðrún hafði verið að heimsækja fanga á Kvíabryggju en þegar hún ætlaði að leggja af stað heim til Reykjavíkur, lenti hún í meiriháttar vandræðum með bíl sinn og buðu fangarnir fram aðstoð sína við að koma henni af stað.Komu bílnum í gang með póstkassalykli „Bíllykillinn beyglaðist hjá mér,“ segir Heiðrún. „Þannig að þeir stukku strax tveir til og réttu hann af. En hann virkaði samt ekkert.“ Í tvær eða þrjár klukkustundir á eftir, reyndu fangarnir hvað þeir gátu til að setja bílinn í gang. Svo fór að lykill Heiðrúnar brotnaði í kveikjulás bílsins. „Þá fóru þeir í svaka prógramm og fundu einhverja leið til að kveikja á bílnum,“ segir hún. Hún segir að hjálparhellurnar hafi á endanum notað póstkassalykil hennar til að setja bílinn í gang í gegnum kassa undir mælaborðinu. Þannig gat hún keyrt af stað með brotinn bíllykilinn í lásnum. Sjálfsagt hafa lesendur séð atriði úr kvikmyndum þar sem glæponar „tengja framhjá“ til að kveikja á bifreið á örskotsstundu án bíllykils. Heiðrún segir þó að fangarnir sem aðstoðuðu hana hafi ekki litið út fyrir að búa yfir sérkunnáttu á þessu sviði. „Þeir voru heillengi að þessu,“ segir hún. „Við gerðum smá grín að þeim, að þeir ættu nú ekki heima þarna fyrst þeir væru ekki færari en þetta. Ég get ekki ímyndað mér annað en að ef þeir væru að þessu á götunni, yrðu þeir „böstaðir.““ Hún ítrekar þó að hún vilji ekki gera lítið úr afreki mannanna, enda um mikið verk að ræða.Föst í fangelsi með sex ára dóttur Sjaldan er ein báran stök og þegar það loksins tókst að koma bílnum í gang, kom í ljós að læsing var á stýrinu. Þannig var aðeins hægt að aka fram og til baka. Eftir nokkurra klukkustunda bið segist Heiðrún hafa verið orðið nokkuð stressuð, enda með sex ára dóttur sína í för. „Ég var farin að halda að ég þyrfti að láta sækja mig úr bænum,“ segir Heiðrún. „Þeim fannst það góð hugmynd að ég myndi gista þarna en ég var ekki alveg sammála því.“ Svo fór að fangarnir þurftu að brjóta læsinguna á stýrinu þannig að Heiðrún kæmist heim með dóttur sína. Allt fór þannig vel að lokum, þó að bíllykillinn sitji enn fastur í kveikilásnum. „Ég hef ekki komið mér í að fara með bílinn í viðgerð,“ segir Heiðrún. „En hann svínvirkar.“ Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
„Þeir voru alveg yndislegir,“ segir Heiðrún Hreiðarsdóttir mannfræðingur um fangana á Kvíabryggju sem komu henni til aðstoðar síðastliðinn laugardag. Heiðrún hafði verið að heimsækja fanga á Kvíabryggju en þegar hún ætlaði að leggja af stað heim til Reykjavíkur, lenti hún í meiriháttar vandræðum með bíl sinn og buðu fangarnir fram aðstoð sína við að koma henni af stað.Komu bílnum í gang með póstkassalykli „Bíllykillinn beyglaðist hjá mér,“ segir Heiðrún. „Þannig að þeir stukku strax tveir til og réttu hann af. En hann virkaði samt ekkert.“ Í tvær eða þrjár klukkustundir á eftir, reyndu fangarnir hvað þeir gátu til að setja bílinn í gang. Svo fór að lykill Heiðrúnar brotnaði í kveikjulás bílsins. „Þá fóru þeir í svaka prógramm og fundu einhverja leið til að kveikja á bílnum,“ segir hún. Hún segir að hjálparhellurnar hafi á endanum notað póstkassalykil hennar til að setja bílinn í gang í gegnum kassa undir mælaborðinu. Þannig gat hún keyrt af stað með brotinn bíllykilinn í lásnum. Sjálfsagt hafa lesendur séð atriði úr kvikmyndum þar sem glæponar „tengja framhjá“ til að kveikja á bifreið á örskotsstundu án bíllykils. Heiðrún segir þó að fangarnir sem aðstoðuðu hana hafi ekki litið út fyrir að búa yfir sérkunnáttu á þessu sviði. „Þeir voru heillengi að þessu,“ segir hún. „Við gerðum smá grín að þeim, að þeir ættu nú ekki heima þarna fyrst þeir væru ekki færari en þetta. Ég get ekki ímyndað mér annað en að ef þeir væru að þessu á götunni, yrðu þeir „böstaðir.““ Hún ítrekar þó að hún vilji ekki gera lítið úr afreki mannanna, enda um mikið verk að ræða.Föst í fangelsi með sex ára dóttur Sjaldan er ein báran stök og þegar það loksins tókst að koma bílnum í gang, kom í ljós að læsing var á stýrinu. Þannig var aðeins hægt að aka fram og til baka. Eftir nokkurra klukkustunda bið segist Heiðrún hafa verið orðið nokkuð stressuð, enda með sex ára dóttur sína í för. „Ég var farin að halda að ég þyrfti að láta sækja mig úr bænum,“ segir Heiðrún. „Þeim fannst það góð hugmynd að ég myndi gista þarna en ég var ekki alveg sammála því.“ Svo fór að fangarnir þurftu að brjóta læsinguna á stýrinu þannig að Heiðrún kæmist heim með dóttur sína. Allt fór þannig vel að lokum, þó að bíllykillinn sitji enn fastur í kveikilásnum. „Ég hef ekki komið mér í að fara með bílinn í viðgerð,“ segir Heiðrún. „En hann svínvirkar.“
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira