Sigkatlar gætu verið frá afboðaða gosinu á laugardag Svavar Hávarðsson skrifar 29. ágúst 2014 17:00 Dyngjujökull Kvikugangurinn undir jöklinum nær nú um 12 kílómetra norður úr jökulsporðinum. Fréttablaðið/Friðrik Jarðvísindamenn eru sammála um að ekki sé hægt að útiloka að sigkatlarnir þrír í Vatnajökli séu tilkomnir vegna þess að kvika hafi komist í snertingu við ís í stuttan tíma á laugardaginn - þegar Veðurstofa Íslands tilkynnti að lítið eldgos væri hafið. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, útilokar ekki, frekar en aðrir jarðvísindamenn sem Fréttablaðið ráðfærði sig við, að ummerkin sem nú eru komin fram séu frá því á laugardaginn, þegar tilkynnt var um að eldgos væri hafið. Hann segir jafnframt að það gæti orðið erfitt að staðfesta það í eitt skipti fyrir öll. Magnús Tumi segir jökulbráðina frá sigkötlunum hafa verið litla, en hún færi samt ekki framhjá neinum ef hún rynni í Jökulsá á Fjöllum. Búið er að kanna vatnsstöðu Grímsvatna sem talin er hafa hækkað um fimm til tíu metra á síðustu dögum, sem samsvarar því að 10 til 30 milljón rúmmetrar af vatni hafi bæst í vötnin. Hins vegar eru Grímsvötn þvílíkt ólíkindatól að ekki er hægt að fullyrða að hér sé um vatnið frá sigkötlunum komið. „En það verður að teljast líklegast að þessi sopi hafi runnið þangað,“ bætir Magnús Tumi við í samhengi Gjálpargosið og þess gríðarlega vatnsmagns sem Grímsvötn söfnuðu í kjölfarið. Þetta sé með öllu ósamanburðarhæft, eldstöðin hafi breyst mikið síðan, og nú sé hún hriplek, öfugt við það sem þá var. Berggangurinn, eða kvikugangurinn, vinnur sig hægt en örugglega í átt til Öskju. Sjálftavirkni þar hefur aukist lítillega. Gangurinn er kominn inn í sprungusvæði Öskju og mælingar sýna að verulegra áhrifa gætir þar. Litakóði fyrir flug yfir Öskju var færður upp í gær - í gult sem þýðir að vöktun er aukin. Magnús Tumi telur ólíklegra en hitt að gangurinn nái inn undir Öskju og gati kvikuhólfið þar undir. „Það eru litlar líkur á því að gangur fari alla leið inn í svona þroskaða og öfluga megineldstöð,“ segir Magnús Tumi en setur þann fyrirvara að dæmi þess séu þekkt í jarðsögu Íslands. Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Jarðvísindamenn eru sammála um að ekki sé hægt að útiloka að sigkatlarnir þrír í Vatnajökli séu tilkomnir vegna þess að kvika hafi komist í snertingu við ís í stuttan tíma á laugardaginn - þegar Veðurstofa Íslands tilkynnti að lítið eldgos væri hafið. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, útilokar ekki, frekar en aðrir jarðvísindamenn sem Fréttablaðið ráðfærði sig við, að ummerkin sem nú eru komin fram séu frá því á laugardaginn, þegar tilkynnt var um að eldgos væri hafið. Hann segir jafnframt að það gæti orðið erfitt að staðfesta það í eitt skipti fyrir öll. Magnús Tumi segir jökulbráðina frá sigkötlunum hafa verið litla, en hún færi samt ekki framhjá neinum ef hún rynni í Jökulsá á Fjöllum. Búið er að kanna vatnsstöðu Grímsvatna sem talin er hafa hækkað um fimm til tíu metra á síðustu dögum, sem samsvarar því að 10 til 30 milljón rúmmetrar af vatni hafi bæst í vötnin. Hins vegar eru Grímsvötn þvílíkt ólíkindatól að ekki er hægt að fullyrða að hér sé um vatnið frá sigkötlunum komið. „En það verður að teljast líklegast að þessi sopi hafi runnið þangað,“ bætir Magnús Tumi við í samhengi Gjálpargosið og þess gríðarlega vatnsmagns sem Grímsvötn söfnuðu í kjölfarið. Þetta sé með öllu ósamanburðarhæft, eldstöðin hafi breyst mikið síðan, og nú sé hún hriplek, öfugt við það sem þá var. Berggangurinn, eða kvikugangurinn, vinnur sig hægt en örugglega í átt til Öskju. Sjálftavirkni þar hefur aukist lítillega. Gangurinn er kominn inn í sprungusvæði Öskju og mælingar sýna að verulegra áhrifa gætir þar. Litakóði fyrir flug yfir Öskju var færður upp í gær - í gult sem þýðir að vöktun er aukin. Magnús Tumi telur ólíklegra en hitt að gangurinn nái inn undir Öskju og gati kvikuhólfið þar undir. „Það eru litlar líkur á því að gangur fari alla leið inn í svona þroskaða og öfluga megineldstöð,“ segir Magnús Tumi en setur þann fyrirvara að dæmi þess séu þekkt í jarðsögu Íslands.
Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira