Segir myndbirtingu sýna ósiðmenntað eðli IS Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2014 11:36 Myndbirtingin hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu. Vísir/AFP Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir ljósmynd sem birt var á Twitter og sýnir sjö ára ástralskan dreng sem heldur á höfði fallins sýrlensks hermanns sýni ósiðmenntað eðli IS-samtakanna. Ástralinn Khaled Sharrouf birti myndina af syni sínum á Twitter en Sharrouf hélt til Sýrlands með fjölskyldu sína á síðasta ári til að berjast við hlið íslamista sem hafa nú stofnað sérstakt íslamskt ríki í norðurhluta Íraks og Sýrlandi. Myndbirtingin hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu, en á henni er strákur í bláum fatnaði sem heldur á höfði fallins hermanns með báðum höndum. Með myndinni fylgir textinn „Þetta er strákurinn minn!“. Í öðrum Twitter-færslum Sharrouf má meðal annars sjá Sharrouf sjálfan þar sem hann heldur á höfði hermanns og mynd af þremur ungum sonum hans þar sem þeir bera vopn.Á vef Sidney Morning Herald segir að Abbott hafi fyrr í dag sagt að áströlsk stjórnvöld myndu með ánægju taka þátt í að koma hjálpargögnum til þeirra tugþúsunda Jasída og kristna sem hafast við í fjöllum í norðurhluta Íraks vegna sóknar IS-samtakanna. Abbott sagði IS reyna að koma á „hryðjuverkaríki“ og framganga þeirra skapaði stórkostleg vandamál, ekki bara fyrir fólk í Miðausturlöndum heldur heiminum öllum. Í samtali við ABC Radio sagði Abbott það koma sífellt betur í ljós hve ósiðmenntaður hópurinn væri. „Mér sýnst vera fleiri ljósmyndir í áströlskum dagblöðum í dag sem sýna nákvæmlega þau hryllilegu grimmdarverk sem þessi hópur er fær um að framkvæma.“ Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ástralíu sagði alla Ástrali vera yfir sig hneykslaða vegna myndbirtingarinnar. Hefur Shorten farið fram á skýringar á því hvernig Sharrouf hafi tekist að komast alla leið til Sýrlands þrátt fyrir að hafa verið eftirlýstur í Ástralíu. Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir ljósmynd sem birt var á Twitter og sýnir sjö ára ástralskan dreng sem heldur á höfði fallins sýrlensks hermanns sýni ósiðmenntað eðli IS-samtakanna. Ástralinn Khaled Sharrouf birti myndina af syni sínum á Twitter en Sharrouf hélt til Sýrlands með fjölskyldu sína á síðasta ári til að berjast við hlið íslamista sem hafa nú stofnað sérstakt íslamskt ríki í norðurhluta Íraks og Sýrlandi. Myndbirtingin hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu, en á henni er strákur í bláum fatnaði sem heldur á höfði fallins hermanns með báðum höndum. Með myndinni fylgir textinn „Þetta er strákurinn minn!“. Í öðrum Twitter-færslum Sharrouf má meðal annars sjá Sharrouf sjálfan þar sem hann heldur á höfði hermanns og mynd af þremur ungum sonum hans þar sem þeir bera vopn.Á vef Sidney Morning Herald segir að Abbott hafi fyrr í dag sagt að áströlsk stjórnvöld myndu með ánægju taka þátt í að koma hjálpargögnum til þeirra tugþúsunda Jasída og kristna sem hafast við í fjöllum í norðurhluta Íraks vegna sóknar IS-samtakanna. Abbott sagði IS reyna að koma á „hryðjuverkaríki“ og framganga þeirra skapaði stórkostleg vandamál, ekki bara fyrir fólk í Miðausturlöndum heldur heiminum öllum. Í samtali við ABC Radio sagði Abbott það koma sífellt betur í ljós hve ósiðmenntaður hópurinn væri. „Mér sýnst vera fleiri ljósmyndir í áströlskum dagblöðum í dag sem sýna nákvæmlega þau hryllilegu grimmdarverk sem þessi hópur er fær um að framkvæma.“ Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ástralíu sagði alla Ástrali vera yfir sig hneykslaða vegna myndbirtingarinnar. Hefur Shorten farið fram á skýringar á því hvernig Sharrouf hafi tekist að komast alla leið til Sýrlands þrátt fyrir að hafa verið eftirlýstur í Ástralíu.
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira