Umræðan um Landspítalann galin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. ágúst 2014 12:54 vísir/pjetur/gva „Umræðan um þetta er alveg galin. Þetta er flókið kerfi og það hentar stundum pólitískt að gera sér mat úr einhverju sem kannski er ekki fullur skilningur á,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í Bítinu í morgun. Landspítalinn kemur að öllum líkindum til með að fara umtalsvert fram úr fjárlögum ársins 2014, væntanlega um nokkur hundruð milljónir króna. Því hafa umræður um hugsanlega skerðingu á réttindum sjúklinga og hvort auka eigi fjárveitingar til Sjúkratrygginga verið töluvert í deiglunni síðustu misseri. Guðbjartur Hannesson, fyrrverandi velferðarráðherra, sagði út í hött að auka kostnað sjúklinga á sama tíma og skattar séu lækkaðir í samtali við RÚV í gær. Fráleitt væri að fjölga í þeim hópi. „Fyrrverandi velferðarráðherra kemur fram í fréttum í gær og talar um það að það megi ekki hækka gjöld á sjúklinga meira. Þetta er þvílíka fjarstæðan. Annað hvort veit maðurinn ekki betur eða er í einhverjum pólitískum leik,“ segir Kristján. Samningar við sérgreinalækna hafi runnið út árið 2010 og að síðasta ríkisstjórn hafi ekki viljað semja við þá. Kostnaðarhlutdeild sjúklinga hafi vaxið stjórnlaust úr 29 prósentum í 42 prósent, þar til nýr samningur var gerður í desember síðastliðnum. Síðan þá hafi hlutdeild sjúklingsins verið 30 prósent. „Það er engin umræða um það að hlutur sjúklinga hafi lækkað. Af hverju ekki? Vegna þess að það hentar ekki. Þó svo við höfum mismunandi sýn pólitískt til lífsins þá þurfa ábyrgir aðilar í þjóðfélagsumræðunni, eins og fyrrverandi ráðherrar og þingmenn, að gera sér grein fyrir því hvað um er að ræða og leggi fram sem hlutlægastar upplýsingar í þessum efnum. Ekki vera að hræra upp í fólki af óþarfa.“ Þá segir Kristján Þór fólk oft detta í niðurrífsgír í umræðunni, sérstaklega þegar rætt er um peninga. „Höfum það í huga að Landspítalinn er stærsti vinnustaður landsins og veltir rúmlega fjörutíu milljörðum króna. Það ætlar allt af göflunum að ganga þegar útlit er fyrir 1-1,5 prósenta framúrkeyrslu á fjárlögum.“ Kristján segir sveigjanleika í rekstri Landspítalans nauðsynlegan og að hverri krónu sé vel varið. Hann viðurkennir þó, eftir að hafa setið í fjárlaganefnd, að útgjöld hafi oft á tíðum verið vanáætluð. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir framúrkeyrslu stofnana vonbrigði. Staðan muni þó skýrast betur þegar níu mánaða uppgjör kemur út í september. Tengdar fréttir Vigdís segir fyrri stjórn hafa forgangsraðað gæluverkefnum Vigdís Hauksdóttir segir fyrri ríkisstjórn hafa skorið niður um 11 milljarð til heilbrigðismálaen á sama tíma sett fjármuni í gæluverkefni. 12. ágúst 2014 13:48 Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið. 11. ágúst 2014 08:30 Enginn afsláttur gefinn á hallalausum fjárlögum „Það er orðið tímabært að það sé slegið í borðið og þetta munstur verði rofið. Þetta verður ekki liðið lengur því það er erfitt að reka mörg ríki í ríkinu,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 12. ágúst 2014 10:36 Spyr hvort forstöðumenn geti ekki fundið sér annað starf "Spyrja þá hvort þeir geti ekki fundið sér annað starf sem þeir ráða við,“ segir Pétur Blöndal. 11. ágúst 2014 14:15 Agi og óvinsælar ákvarðanir Það lofar góðu hversu fast fjárlaganefnd Alþingis virðist ætla að taka á eyðslu ríkisstofnana umfram fjárlög, sem hefur verið í fréttum undanfarna daga. 12. ágúst 2014 06:00 Ótímabært að útiloka stuðning við Landsspítalann Ekki er tímabært að útiloka aukinn stuðning við stofnanir eins og Landspítalann sem mun að óbreyttu fara fram úr fjárheimildum um nokkur hundruð milljónir. Þetta segir Oddný G. Harðardóttir sem situr í fjárlaganefnd Alþingis. Guðlaugur Þór Þórðarsson, varaformaður fjárlaganefndar aftók með öllu í gær að því að einhver slaki yrði gagnvart einstökum ríkisstofnunum. 9. ágúst 2014 18:46 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
„Umræðan um þetta er alveg galin. Þetta er flókið kerfi og það hentar stundum pólitískt að gera sér mat úr einhverju sem kannski er ekki fullur skilningur á,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í Bítinu í morgun. Landspítalinn kemur að öllum líkindum til með að fara umtalsvert fram úr fjárlögum ársins 2014, væntanlega um nokkur hundruð milljónir króna. Því hafa umræður um hugsanlega skerðingu á réttindum sjúklinga og hvort auka eigi fjárveitingar til Sjúkratrygginga verið töluvert í deiglunni síðustu misseri. Guðbjartur Hannesson, fyrrverandi velferðarráðherra, sagði út í hött að auka kostnað sjúklinga á sama tíma og skattar séu lækkaðir í samtali við RÚV í gær. Fráleitt væri að fjölga í þeim hópi. „Fyrrverandi velferðarráðherra kemur fram í fréttum í gær og talar um það að það megi ekki hækka gjöld á sjúklinga meira. Þetta er þvílíka fjarstæðan. Annað hvort veit maðurinn ekki betur eða er í einhverjum pólitískum leik,“ segir Kristján. Samningar við sérgreinalækna hafi runnið út árið 2010 og að síðasta ríkisstjórn hafi ekki viljað semja við þá. Kostnaðarhlutdeild sjúklinga hafi vaxið stjórnlaust úr 29 prósentum í 42 prósent, þar til nýr samningur var gerður í desember síðastliðnum. Síðan þá hafi hlutdeild sjúklingsins verið 30 prósent. „Það er engin umræða um það að hlutur sjúklinga hafi lækkað. Af hverju ekki? Vegna þess að það hentar ekki. Þó svo við höfum mismunandi sýn pólitískt til lífsins þá þurfa ábyrgir aðilar í þjóðfélagsumræðunni, eins og fyrrverandi ráðherrar og þingmenn, að gera sér grein fyrir því hvað um er að ræða og leggi fram sem hlutlægastar upplýsingar í þessum efnum. Ekki vera að hræra upp í fólki af óþarfa.“ Þá segir Kristján Þór fólk oft detta í niðurrífsgír í umræðunni, sérstaklega þegar rætt er um peninga. „Höfum það í huga að Landspítalinn er stærsti vinnustaður landsins og veltir rúmlega fjörutíu milljörðum króna. Það ætlar allt af göflunum að ganga þegar útlit er fyrir 1-1,5 prósenta framúrkeyrslu á fjárlögum.“ Kristján segir sveigjanleika í rekstri Landspítalans nauðsynlegan og að hverri krónu sé vel varið. Hann viðurkennir þó, eftir að hafa setið í fjárlaganefnd, að útgjöld hafi oft á tíðum verið vanáætluð. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir framúrkeyrslu stofnana vonbrigði. Staðan muni þó skýrast betur þegar níu mánaða uppgjör kemur út í september.
Tengdar fréttir Vigdís segir fyrri stjórn hafa forgangsraðað gæluverkefnum Vigdís Hauksdóttir segir fyrri ríkisstjórn hafa skorið niður um 11 milljarð til heilbrigðismálaen á sama tíma sett fjármuni í gæluverkefni. 12. ágúst 2014 13:48 Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið. 11. ágúst 2014 08:30 Enginn afsláttur gefinn á hallalausum fjárlögum „Það er orðið tímabært að það sé slegið í borðið og þetta munstur verði rofið. Þetta verður ekki liðið lengur því það er erfitt að reka mörg ríki í ríkinu,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 12. ágúst 2014 10:36 Spyr hvort forstöðumenn geti ekki fundið sér annað starf "Spyrja þá hvort þeir geti ekki fundið sér annað starf sem þeir ráða við,“ segir Pétur Blöndal. 11. ágúst 2014 14:15 Agi og óvinsælar ákvarðanir Það lofar góðu hversu fast fjárlaganefnd Alþingis virðist ætla að taka á eyðslu ríkisstofnana umfram fjárlög, sem hefur verið í fréttum undanfarna daga. 12. ágúst 2014 06:00 Ótímabært að útiloka stuðning við Landsspítalann Ekki er tímabært að útiloka aukinn stuðning við stofnanir eins og Landspítalann sem mun að óbreyttu fara fram úr fjárheimildum um nokkur hundruð milljónir. Þetta segir Oddný G. Harðardóttir sem situr í fjárlaganefnd Alþingis. Guðlaugur Þór Þórðarsson, varaformaður fjárlaganefndar aftók með öllu í gær að því að einhver slaki yrði gagnvart einstökum ríkisstofnunum. 9. ágúst 2014 18:46 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Vigdís segir fyrri stjórn hafa forgangsraðað gæluverkefnum Vigdís Hauksdóttir segir fyrri ríkisstjórn hafa skorið niður um 11 milljarð til heilbrigðismálaen á sama tíma sett fjármuni í gæluverkefni. 12. ágúst 2014 13:48
Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið. 11. ágúst 2014 08:30
Enginn afsláttur gefinn á hallalausum fjárlögum „Það er orðið tímabært að það sé slegið í borðið og þetta munstur verði rofið. Þetta verður ekki liðið lengur því það er erfitt að reka mörg ríki í ríkinu,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 12. ágúst 2014 10:36
Spyr hvort forstöðumenn geti ekki fundið sér annað starf "Spyrja þá hvort þeir geti ekki fundið sér annað starf sem þeir ráða við,“ segir Pétur Blöndal. 11. ágúst 2014 14:15
Agi og óvinsælar ákvarðanir Það lofar góðu hversu fast fjárlaganefnd Alþingis virðist ætla að taka á eyðslu ríkisstofnana umfram fjárlög, sem hefur verið í fréttum undanfarna daga. 12. ágúst 2014 06:00
Ótímabært að útiloka stuðning við Landsspítalann Ekki er tímabært að útiloka aukinn stuðning við stofnanir eins og Landspítalann sem mun að óbreyttu fara fram úr fjárheimildum um nokkur hundruð milljónir. Þetta segir Oddný G. Harðardóttir sem situr í fjárlaganefnd Alþingis. Guðlaugur Þór Þórðarsson, varaformaður fjárlaganefndar aftók með öllu í gær að því að einhver slaki yrði gagnvart einstökum ríkisstofnunum. 9. ágúst 2014 18:46