Innlent

Ótímabært að útiloka stuðning við Landsspítalann

Linda Blöndal skrifar
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, Oddný G. Harðardóttir sem situr í fjárlaganefnd og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, Oddný G. Harðardóttir sem situr í fjárlaganefnd og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Kristján Þór Júlísson, heilbrigðisráðherra segir stöðu Landspítalans vonbrigði en hann skilji vel afstöðu Guðlaugs Þórs.

Enginn fær sérmeðferð  

Páll Matthíasson, forstjóri Landsspítalans sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að sjúklingafjöldi hefði aukist umfram áætlanir og einnig væri kostnaðarsamt að halda úti rekstri spítalans í því húsnæði sem hann væri í og væri dreift um allt höfuðborgarsvæðið. 

Guðlaugur Þór sagði að engin stofnun fengi sérmeðferð og allir yrðu að halda sig innan fjárlagarammanns sem eru lög frá Alþingi.

Hægt að forgangsraða 

Oddný G. Harðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og fyrrverandi fjármálaráðherra segir stöðuna mun flóknari en komið hafi fram í máli Guðlaugs Þórs og sé finnist hann tala “digurbarklega”. Hún bendir á að stofnanir gegni mismikilvægu hlutverki, jafnvel þurfi að forgangsraða þeim en öruggt sé að hallalaus fjárlög nást miðað við hálfsársuppgjör.



Sömu kröfur til spítalans og annarra 

Kristján Þór segir að gera verði kröfu til landsspítalans eins og annarra stofnana að halda sig innan ramma fjárlaga þótt spítalinn hafi ekki náð fyrri stöðu eins og fyrir efnahagshrun. Staðan á Landsspítalanum sé samt vongbrigði:  í ljósi þess að spítalinn fékk aukafjárveitingu á síðustu fjárlögum fyrir tækjakaupum upp á einn milljarð króna en það er samkvæmt áætlun næstu ára um fjárveitingar til frekari tækjakaupa spítalans.

Ófyrirséð útgjöld  

Forstjóri Landsspítalans nefnir útgjaldaliði sem ekki voru fyrirséðir sem ástæðu fyrir framúrkeyslunni á fjárlögum. Kristján þór, segir það ekki breyta stöðunni, þótt Landsspítalinn þurfi að mæta útgjöldum sem ekki voru fyrirsé, það hljóti að finnast leiðir til að koma á móts við hallan hjá spítalanum án þess að aukið fé komi til. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×