Innlent

Kjörsókn mun minni meðal yngri Reykvíkinga

Bjarki Ármannsson skrifar
Atkvæði borin inn í Ráðhúsið í síðustu kosningum.
Atkvæði borin inn í Ráðhúsið í síðustu kosningum. Vísir/Danni
Kosningaþátttaka ungs fólk í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum var mun minni en hjá eldri kjósendum. Þetta kemur skýrt fram í tölum sem Reykjavíkurborg gaf út í dag, þar sem kjörsókn eftir greind eftir aldri.

Þar sést til að mynda að aðeins 39 prósent 19 ára Reykvíkinga kusu og aðeins 37,8 prósent tvítugra. Þegar kjörsóknin er greind niður á aldursbil sést að það er ekki fyrr en í aldursbili 40-44 sem meðal kjörsókninni er náð. Flestir kusu á aldursbilinu 70 til 74 ára, eða tæplega 80 prósent.

Athygli vekur þó að þátttaka meðal yngstu kjósenda, 18 til 19 ára, er meiri en á næsta aldursbili fyrir ofan. Sé yngsta aldursbilið skoðað sérstaklega sést að 51,2 prósent 18 ára, þeirra sem gátu nýtt kosningarétt sinni í fyrsta sinn, kusu.

Konur eru í meirihluta þeirra sem kjósa allt fram að 75 til 79 ára aldri og var kjörsókn kvenna í heildina meiri en karla, 64 prósent gegn 62 prósentum. Þó kusu 70,8 prósent karla í hópnum 80 ára og eldri, en aðeins 57 prósent kvenna.


Tengdar fréttir

Versta kjörsókn í Reyjavík síðan 1928

Í öllum stærstu sveitarfélögum landsins var kosningaþátttakan lakari en fyrir fjórum árum síðan - ef frá er talin kjörsóknin á Akranesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×