Erlent

Annað dauðsfall á Ólympíuskákmótinu í Tromsö

Atli Ísleifsson skrifar
Rússar unnu mótið í kvennaflokki en Kínverjar í karlaflokki. Mótinu lauk í gærkvöldi.
Rússar unnu mótið í kvennaflokki en Kínverjar í karlaflokki. Mótinu lauk í gærkvöldi. Vísir/Getty
Maður sem tengist Ólympíuskákmótinu í Tromsö í Noregi fannst látinn á Radisson Blu hótelinu í borginni seint í gærkvöldi. Þetta er annað dauðsfallið sem á sér stað á meðan á mótinu stendur, en lögregla telur ekki að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Í frétt NRK segir að lögregla vilji ekki upplýsa um hvern ræði. Upplýsingafulltrúi mótsins hefur þó staðfest að maðurinn tengist mótinu. Ekki er vitað um aldur, kyn eða þjóðerni hins látna að svo stöddu.

Á fimmtudagskvöldinu lést seychelles-eyskur þátttakandi á mótinu eftir að hann hné niður í keppnissalnum. Hann var úrskurðaður látinn síðar um kvöldið og var mínútu þögn á lokahátíð keppninnar í gærkvöldi til að heiðra hinn látna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×