Fótbolti

Hólmfríður skoraði fyrir Avaldsnes

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Twitter
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði eina mark Avaldsnes í 2-1 tapi gegn Trondheims-Örn í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Tina Fremo kom Trondsheims-Örn yfir, en Hólmfríður jafnaði á fimmtánda mínútu. Hege Nordvik kom svo heimastúlkum aftur yfir undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat.

Avaldsnes er eftir tapið í sjötta sæti deildarinnar sem er nokkuð undir væntingum. Trondheims-Örn er í níunda sæti deildarinnar með sex stigum minna en Avaldsnes.

Hólmfríður spilaði allan leikinn sem og Þórunn Helga Jónsdóttir, en næsta verkefni hjá Hólmfríði er stórleikur með íslenska landsliðinu gegn Danmörku á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×