Innlent

Lagarfoss í Reykjavíkurhöfn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Daníel
Nýjasta skip Eimskipafélagsins, Lagarfoss, leggst að Reykjavíkurhöfn í dag en skipstjórinn, Guðmundur Haraldsson, ásamt ellefu manna íslenskri áhöfn tóku við skipinu í Kína í þann 24. júní.

Lagarfoss mun leysa Selfoss af á gulu leiðinni sem siglir frá Grundartanga, Reykjavík og Vestmannaeyjum til Þórshafnar í Færeyjum, Immingham í Bretlandi, Hamborgar og Rotterdam.

Með tilkomu nýja skipsins opnast möguleiki á að bæta við viðkomu í Vlissingen í Hollandi, meðal annars til að þjóna betur Norðuráli á Grundartanga, einum af stærstu viðskiptavinum félagsins.

Lagarfoss er sjöunda skipið sem ber þetta nafn hjá félaginu. Lagarfoss fyrsti var þriðja skipið sem Eimskip eignaðist og var það í eigu félagsins frá 1917 til 1949.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis, náði þessum myndum þegar skipið lagðist að höfn við hátíðlega athöfn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×