Fótbolti

Ólafur Ingi fékk rautt í tapleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Ingi í leik með Zulte.
Ólafur Ingi í leik með Zulte. Vísir/Getty
Ólafur Ingi Skúlason fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma í 3-1 tapi Zulte-Waregem gegn Gent í belgísku úrvalsdeildinni.

Það byrjaði heldur betur vel yfir Ólaf og félaga í Zulte því Idrissa Sylla kom þeim yfir rétt fyrir hálfleik.

Habib Habibou jafnaði metin á 69. mínútu og þremur mínútum síðar kom Danijel Milicevic Gent yfir. Danijel skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Gent á 84. mínútu.

Ólafur Ingi fékk gult spjald á 43. mínútu og fékk svo sitt annað gula spjald í uppbótartíma og þar af leiðandi rautt spjald. Síðara gula spjaldið fékk hann fyrir kjaftbrúk.

Zulte-Waregem er í níunda sæti með fjögur stig eftir fjóra leiki, en Gent er á toppnum með tíu stig eftir jafn marga leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×