Innlent

Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug

Kristján Már Unnarsson skrifar
Eyjafjallajökull hlaut heimsfrægð fyrir fjórum árum vegna röskunar á flugi.
Eyjafjallajökull hlaut heimsfrægð fyrir fjórum árum vegna röskunar á flugi. Mynd/Vísir.
Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 

„Við gos undir jökli er líklegt að öskustrókurinn myndi hafa umtalsverð áhrif á flugumferð,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. Þar kemur fram að vegna hins ótrygga ástands hafi Veðurstofan ákveðið að breyta lit Bárðarbungueldstöðvarinnar úr grænum yfir í gulan á litakorti sem ætlað er til leiðbeiningar fyrir flugumferð. 

Þetta er í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaflugmálastofnunarinnar en þar táknar gulur litur óvissustig. Næsta stig, táknað með appelsínugulum lit, þýðir auknar líkur á eldgosi. Rauði liturinn er svo gefinn út þegar eldgos er yfirvofandi eða hafið. 

Eyjafjallajökull hlaut sem kunnugt er heimsfrægð í apríl árið 2010 þegar gosmökkurinn olli mestri röskun á flugumferð í heiminum sem sögur fara af. 

Langar biðraðir á Akureyrarflugvelli þegar hann þjónaði millilandafluginu um tíma þegar Keflavíkurflugvöllur lokaðist í gosinu fyrir 4 árum.MYND/Eva Georgsdóttir

Tengdar fréttir

Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss

Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×