Husky drap tíkina Rósu: „Við erum í öngum okkar" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. ágúst 2014 13:33 Gunnlöð segir Rósu hafa verið ljúfa og góða. Mynd/Úr einkasafni „Við erum í öngum okkar,“ segir Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir en á laugardaginn dó tíkin hennar, eftir að hundur af tegundinni Husky réðst á hana. Gunnlöð skrifaði um málið á Facebook og hefur á þriðja hundrað manns deilt stöðuuppfærslu hennar. Tíkin var fimmtán ára gömul og af tegundinni Yorkshire Terrier. Á Facebook-síðu sinni segir Gunnlöð frá því að Rósa hafi verið henni afar kær: „Rósa litla var besti hundur í heimi, hún var góð við allt og alla. Hún átti vini af öllum dýrategendum og allir sem hittu hana féllu strax fyrir henni, enda afar skemmtileg og algjörlega einstakur hundur. Rósa átti ekki skilið að fara svona!“ Husky-hundurinn sem drap hana hafði áður ráðist á hana og segir Gunnlöð að árásin á laugardaginn hafi verið einstaklega grimmdarleg. Gunnlöð segir frá því að móðir hennar hafi verið að fara út með Rósu og hinn fjölskylduhundinn, tíkina Valentínu. Hundurinn sem réðst á Rósu var þá á stigaganginum í fjölbýlishúsinu sem Gunnlöð býr ásamt fjölskyldu sinni. „Hann kom bara hlaupandi beint að henni og beit hana í hálsinn. Svo hristi hann hana til og hún hálsbrotnaði. Hann ætlaði bara að drepa hana,“ útskýrir Gunnlöð. Hundurinn hafði áður ráðist á Rósu. Það var fyrir þremur vikum síðan. „Þá rifnaði augnlokið af henni og hún þurfti að fara í aðgerð hjá dýralækni.“ Gunnlöð segir að fjölskyldan sé í áfalli, meira að segja hagi Valentína sér einkennilega. „Hún er ótrúlega ólík sjálfri sér,“ útskýrir hún.Hundurinn sem drap Rósu var af tegundunni husky.Vísir/GettyVonast til að aðrir læriÍ pistli sínum á Facebook segist Gunnlöð vonast til að aðrir geti lært af þessari árás:„Ef að þið eigið hund sem að hefur glefsað, bitið eða ráðist á annað dýr eða jafnvel manneskju þá bið ég ykkur um að finna lausnir á því svo að það endurtaki sig ekki. Dýralæknirinn sem sá Rósu sagði að hundurinn sem að beit hana á ekki að vera laus, ekki undir neinum kringumstæðum, og því miður er það raunin með suma hunda, ef eigendum hefur ekki tekist að ala þá rétt upp þá neyðast þeir til þess að vera lokaðir inni og það er auðvitað mjög sorglegt.Það sem ég er að reyna að segja er að ef að þið eruð að hugsa ykkur um að fá hund, vandið valið, hvað getið þið gefið hundinum og hvað getur hann gefið ykkur, gerið það hugsið um hvar þið búið og hvort hundurinn geti verið innan um aðra hunda eða börn. Er hundurinn efni í gæludýr eða er hann hreinilega veiðihundur? Ef þið eigið hund sem að bítur og glefsar, farið með hann í þjálfun og ekki leyfa honum að vera innan um önnur dýr eða börn því það getur endað illa. Þið viljið ekki bera ábyrgð á dauða annara dýra eða barna.“Í samtali við Vísi segist Gunnlöð vonast til þess að fólk sem fái sér, til dæmis, hunda af Husky-tegund viti hvað það er að taka sér fyrir hendur. Hún segir mikilvægt að eigendur geti sinnt þörfum hunda sinna. „Þetta snýst fyrst og fremst um eigandann. Hundarnir eru með ákveðið eðli og það er eigandans að gæta þess að hundarnir séu ekki lausir. Ef þeir byrja að glefsa, þá er mikilvægt að taka á því strax. Ég hefði til dæmis viljað að það hefði verið tekið á þessum hundi, eftir að hann réðst á Rósu fyrir þremur vikum,“ segir hún og heldur áfram: „Þetta er hrikalega sorglegt. En ég vona bara að fólk geti lært. Það geta ekki allir hundar orðið gæludýr.“ Hér að neðan má sjá skrif hennar á Facebook: Post by Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Við erum í öngum okkar,“ segir Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir en á laugardaginn dó tíkin hennar, eftir að hundur af tegundinni Husky réðst á hana. Gunnlöð skrifaði um málið á Facebook og hefur á þriðja hundrað manns deilt stöðuuppfærslu hennar. Tíkin var fimmtán ára gömul og af tegundinni Yorkshire Terrier. Á Facebook-síðu sinni segir Gunnlöð frá því að Rósa hafi verið henni afar kær: „Rósa litla var besti hundur í heimi, hún var góð við allt og alla. Hún átti vini af öllum dýrategendum og allir sem hittu hana féllu strax fyrir henni, enda afar skemmtileg og algjörlega einstakur hundur. Rósa átti ekki skilið að fara svona!“ Husky-hundurinn sem drap hana hafði áður ráðist á hana og segir Gunnlöð að árásin á laugardaginn hafi verið einstaklega grimmdarleg. Gunnlöð segir frá því að móðir hennar hafi verið að fara út með Rósu og hinn fjölskylduhundinn, tíkina Valentínu. Hundurinn sem réðst á Rósu var þá á stigaganginum í fjölbýlishúsinu sem Gunnlöð býr ásamt fjölskyldu sinni. „Hann kom bara hlaupandi beint að henni og beit hana í hálsinn. Svo hristi hann hana til og hún hálsbrotnaði. Hann ætlaði bara að drepa hana,“ útskýrir Gunnlöð. Hundurinn hafði áður ráðist á Rósu. Það var fyrir þremur vikum síðan. „Þá rifnaði augnlokið af henni og hún þurfti að fara í aðgerð hjá dýralækni.“ Gunnlöð segir að fjölskyldan sé í áfalli, meira að segja hagi Valentína sér einkennilega. „Hún er ótrúlega ólík sjálfri sér,“ útskýrir hún.Hundurinn sem drap Rósu var af tegundunni husky.Vísir/GettyVonast til að aðrir læriÍ pistli sínum á Facebook segist Gunnlöð vonast til að aðrir geti lært af þessari árás:„Ef að þið eigið hund sem að hefur glefsað, bitið eða ráðist á annað dýr eða jafnvel manneskju þá bið ég ykkur um að finna lausnir á því svo að það endurtaki sig ekki. Dýralæknirinn sem sá Rósu sagði að hundurinn sem að beit hana á ekki að vera laus, ekki undir neinum kringumstæðum, og því miður er það raunin með suma hunda, ef eigendum hefur ekki tekist að ala þá rétt upp þá neyðast þeir til þess að vera lokaðir inni og það er auðvitað mjög sorglegt.Það sem ég er að reyna að segja er að ef að þið eruð að hugsa ykkur um að fá hund, vandið valið, hvað getið þið gefið hundinum og hvað getur hann gefið ykkur, gerið það hugsið um hvar þið búið og hvort hundurinn geti verið innan um aðra hunda eða börn. Er hundurinn efni í gæludýr eða er hann hreinilega veiðihundur? Ef þið eigið hund sem að bítur og glefsar, farið með hann í þjálfun og ekki leyfa honum að vera innan um önnur dýr eða börn því það getur endað illa. Þið viljið ekki bera ábyrgð á dauða annara dýra eða barna.“Í samtali við Vísi segist Gunnlöð vonast til þess að fólk sem fái sér, til dæmis, hunda af Husky-tegund viti hvað það er að taka sér fyrir hendur. Hún segir mikilvægt að eigendur geti sinnt þörfum hunda sinna. „Þetta snýst fyrst og fremst um eigandann. Hundarnir eru með ákveðið eðli og það er eigandans að gæta þess að hundarnir séu ekki lausir. Ef þeir byrja að glefsa, þá er mikilvægt að taka á því strax. Ég hefði til dæmis viljað að það hefði verið tekið á þessum hundi, eftir að hann réðst á Rósu fyrir þremur vikum,“ segir hún og heldur áfram: „Þetta er hrikalega sorglegt. En ég vona bara að fólk geti lært. Það geta ekki allir hundar orðið gæludýr.“ Hér að neðan má sjá skrif hennar á Facebook: Post by Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira