Innlent

Árni Þór fær 630 þúsund á mánuði til áramóta

ingvar haraldsson skrifar
Árni Þór Sigurðsson á rétt á 630 þúsund krónum á mánuði næsta hálfa árið.
Árni Þór Sigurðsson á rétt á 630 þúsund krónum á mánuði næsta hálfa árið. vísir/daníel
Árni Þór Sigurðsson fráfarandi þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á rétt á biðlaunum næstu sex mánuði. Biðlaunin nema þingfarakaupi sem er rúmlega 630 þúsund krónur á mánuði að sögn Karls Magnús Kristjánssonar, aðstoðarskrifstofustjóra Alþingis.

„Þegar þingmaður hættir störfum eða segir af sér þingmennsku á hann rétt á biðlaunum í allt að sex mánuði. Hins vegar lækka þau sem nemur þeim launum viðkomandi tekur við í nýju starfi,“ segir Karl Magnús.

Árni Þór hefur störf hjá utanríkisráðuneytinu sem sendiherra um áramótin. Þá má búast við að biðlaunin falli niður. Fram til þess tíma fær Árni Þór 630 þúsund krónur á mánuði frá Alþingi nema hann taki að sér aðra launaða vinnu í millitíðinni. Þá munu biðlaunin lækka sem hinum nýju laununum nemur.


Tengdar fréttir

Hættur þingmennsku

Árni Þór Sigurðsson, varaformaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, tekur sem kunnugt er við starfi sendiherra á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×