Gísli Marteinn hakkaður: „Hægt er að senda mig money“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. ágúst 2014 10:04 Hér má sjá bréfið sem tölvuþrjótar sendu út í morgun, í nafni Gísla Marteins. Vísir/Vilhelm Tölvuþrjótar hafa komist inn í pósthólf fjölmargra Íslendinga og sent tölvupósta í þeirra nafni, þar sem beðið er um peninga. Einn þeirra sem varð fyrir barðinu á tölvuþrjótunum er sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson. Fjölmargir fengu póst í nafni Gísla Marteins, í gegnum G-mail póstþjónustuna, í morgun þar sem sagt var frá því að hann væri fastur í Bristol á Englandi og þyrfti lán frá vinum sínum til að komast heim. Svo virðist sem bréfið hafi verið skrifað á öðru tungumáli og síðan skellt í þýðingarvélina Google Translate. Því er ólíklegt að nokkur hafi látið glepjast af þessum tilraunum tölvuþrjótanna að hafa fé af vinum og vandamönnum Gísla Marteins.Pósthólfinu lokað„G-mail lokar pósthólfum þegar svona margir póstar eru sendir út á stuttum tíma. Ég er búinn að vera að vinna í því að endurheimta pósthólfið mitt aftur í morgun. Ég held að þetta sé komið,“ segir Gísli Marteinn í samtali við Vísi. Gísli hefur einnig skrifað til vina sinna á Facebook, þar sem hann lét alla vita að þetta væri ekki hann sem hefði sent tölvupóstinn í morgun:„Kæru vinir! Ég er ekki í neinum vandræðum og farangri mínum var ekki stolið! Einhver hefur hakkað sig inn á gmail netfangið mitt og sent póst á ALLA sem ég þekki! Sem betur fer er hakkarinn mjög lélegur í íslensku, þannig að ég treysti því að þið hafið áttað ykkur á því að þetta var ekki ég. Afsakiði þetta vesen, ég er að reyna að redda þessu. Bestu kveðjur frá Bristol. Djók.“„Ég hafði töskuna mína stolið“Eins og Gísli kom að í innleggi sínu á Facebook var tölvupósturinn í hans nafni ekki vel skrifaður og ætti flestum að vera augljóst að þarna voru einhverjir aðrir en Gísli Marteinn á ferð. Póstinn má sjá í heild sinni hér að neðan.„Ég vona að þú færð þetta hratt, ég er í Bristol, Bretland og ég hafði töskuna mína stolið ásamt vegabréfi mínu og kreditkort í sendiráði it.The er reiðubúinn að láta mig fljúga án vegabréfið mitt. Ég er bara að borga miða og greiða fyrir hótel reikningana. Því miður hef ég enga peninga, kredit kortið mitt hefði hjálp en það er líka í pokanum. Ég hef nú þegar hafa samband tekið með bankanum mínum en þeir þurfa meiri tíma til að senda mér nýjan. Ég þarf að fá næsta flug. Ég vildi spyrja þig ef þú gefur mér £ 1450 lán eins fljótt og auðið er getur að ná kostnaði mínum, ég gef það til baka til þín þegar ég er þar. Féð frá MoneyGram er festa og besta möguleika ég hef núna. Ég get sent upplýsingar sem hægt er að senda mig money.You getur haft samband við mig með tölvupósti eða með því að hringja í afgreiðslunni á hótelinu Henbury Lodge Hotel + 447031704705 Ég bíða svar þitt.“ Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Tölvuþrjótar hafa komist inn í pósthólf fjölmargra Íslendinga og sent tölvupósta í þeirra nafni, þar sem beðið er um peninga. Einn þeirra sem varð fyrir barðinu á tölvuþrjótunum er sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson. Fjölmargir fengu póst í nafni Gísla Marteins, í gegnum G-mail póstþjónustuna, í morgun þar sem sagt var frá því að hann væri fastur í Bristol á Englandi og þyrfti lán frá vinum sínum til að komast heim. Svo virðist sem bréfið hafi verið skrifað á öðru tungumáli og síðan skellt í þýðingarvélina Google Translate. Því er ólíklegt að nokkur hafi látið glepjast af þessum tilraunum tölvuþrjótanna að hafa fé af vinum og vandamönnum Gísla Marteins.Pósthólfinu lokað„G-mail lokar pósthólfum þegar svona margir póstar eru sendir út á stuttum tíma. Ég er búinn að vera að vinna í því að endurheimta pósthólfið mitt aftur í morgun. Ég held að þetta sé komið,“ segir Gísli Marteinn í samtali við Vísi. Gísli hefur einnig skrifað til vina sinna á Facebook, þar sem hann lét alla vita að þetta væri ekki hann sem hefði sent tölvupóstinn í morgun:„Kæru vinir! Ég er ekki í neinum vandræðum og farangri mínum var ekki stolið! Einhver hefur hakkað sig inn á gmail netfangið mitt og sent póst á ALLA sem ég þekki! Sem betur fer er hakkarinn mjög lélegur í íslensku, þannig að ég treysti því að þið hafið áttað ykkur á því að þetta var ekki ég. Afsakiði þetta vesen, ég er að reyna að redda þessu. Bestu kveðjur frá Bristol. Djók.“„Ég hafði töskuna mína stolið“Eins og Gísli kom að í innleggi sínu á Facebook var tölvupósturinn í hans nafni ekki vel skrifaður og ætti flestum að vera augljóst að þarna voru einhverjir aðrir en Gísli Marteinn á ferð. Póstinn má sjá í heild sinni hér að neðan.„Ég vona að þú færð þetta hratt, ég er í Bristol, Bretland og ég hafði töskuna mína stolið ásamt vegabréfi mínu og kreditkort í sendiráði it.The er reiðubúinn að láta mig fljúga án vegabréfið mitt. Ég er bara að borga miða og greiða fyrir hótel reikningana. Því miður hef ég enga peninga, kredit kortið mitt hefði hjálp en það er líka í pokanum. Ég hef nú þegar hafa samband tekið með bankanum mínum en þeir þurfa meiri tíma til að senda mér nýjan. Ég þarf að fá næsta flug. Ég vildi spyrja þig ef þú gefur mér £ 1450 lán eins fljótt og auðið er getur að ná kostnaði mínum, ég gef það til baka til þín þegar ég er þar. Féð frá MoneyGram er festa og besta möguleika ég hef núna. Ég get sent upplýsingar sem hægt er að senda mig money.You getur haft samband við mig með tölvupósti eða með því að hringja í afgreiðslunni á hótelinu Henbury Lodge Hotel + 447031704705 Ég bíða svar þitt.“
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira