Bryggjan í Eyjum þakin rusli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2014 10:42 Frá Básaskersbryggju í morgun. Vísir/Óskar P. Friðriksson Mikið rusl var við afgreiðslu Herjólfs á Básaskersbryggju á Heimaey í Vestmannaeyjum í morgun. Um er að ræða varning sem þjóðhátíðargestir skildu eftir sig er þeir héldu til síns heima með ferjunni að loknum hátíðarhöldum. „Þetta er eðlilegt enda verið ofboðslegur fjöldi fólks á bryggjunni,“ segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs. Erfitt hafi verið að nota tæki við hreinsunarstörf á bryggjunni vegna fjöldans sem þar hefur verið undanfarinn rúman sólarhring. Fjölmennt hefur verið á bryggjunni síðan aðfaranótt mánudags þegar stór hluti fólks fór að huga að brottför. Myndaðist löng röð við afgreiðsluna strax upp úr klukkan fjögur um nóttina. Treystu margir á að geta komist með ferjunni þrátt fyrir að vera ýmist miðalausir eða eiga miða í seinni ferðir.Vísir/Óskar P. Friðriksson„Þetta er alltaf svona. Fólk sem á bókað heim frá Eyjum á þriðjudegi eða miðvikudegi kemur niður eftir með væntingar,“ segir Gunnlaugur. Það séu alltaf einhverjir sem mæti ekki í bókaða ferð á mánudagsmorgni. Þá myndist smá svigrúm og hægt að bæta fólki á biðlista í bátinn. „Það var reyndar mjög vel mætt í gær þannig að þetta gekk rólega framan af,“ segir Gunnlaugur. Nokkrir hausar á biðlista hafi farið með í fyrstu ferðir en svo hafi röðin farið að ganga betur er líða tók á gærdaginn. Einhverjir hafi líka snúið frá bryggjunni aftur í gistinguna enda röðin verið sérstaklega löng. Svo fór að röð hinna miðalausu tók ekki enda fyrr en upp úr miðnætti í nótt er Herjólfur fór sína síðustu ferð. Herjólfur siglir svo sjö sinnum í Landeyjahöfn í dag og ættu þá síðustu gestir Þjóðhátíðar að skila sér til síns heima. Þrátt fyrir að margir gestir hafi verið svekktir með að komast ekki um borð í Herjólf segir Gunnlaugur framkomu gesta hafa verið til fyrirmyndar. „Við erum að flytja gríðarlegan fjölda fólks. Það er ofboðslega gaman að taka á móti þessum börnum og gaman hve mikinn skilning það sýnir starfsfólki mínu.“Vísir/Óskar P. FriðrikssonVísir/Óskar P. FriðrikssonVísir/Óskar P. FriðrikssonVerið var að tína rusl á bryggjunni í morgun er ljósmyndara Vísis bar að garði.Vísir/Óskar P. Friðriksson Tengdar fréttir Fölskvalaus ánægja um helgina Útihátíðir verslunarmannahelgarinnar fóru vel fram að mati lögreglu. Ekkert kynferðisbrot hefur verið kært og ekki urðu alvarleg umferðarslys. 5. ágúst 2014 07:00 "Mig langar bara að finna einhvern gæja og bara fara í sleik við hann“ Mikil stemming var á þjóðhátíð um verslunarmannahelgina en mótshaldarar hafa gert upp helgina með skemmtilegu myndbandi. 4. ágúst 2014 16:23 Ökklabrotnaði í gúmmítúttum í Eyjum: „Ég þurfti að hringja í 112 í brekkunni“ Elísabet Karen Magnúsdóttir datt illa í brekkunni í Herjólfsdal og þurfti að fara miklu fyrr heim af Þjóðhátíð en upphaflega stóð til. Hún þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa meiðst illa á ökkla og liggur enn á spítala. 5. ágúst 2014 10:40 Margir týndu símanum sínum á Þjóðhátíð Margur þjóðhátíðargesturinn grætur nú farsímann sinn og hefur lögreglan í Eyjum, sem heldur utan um óskilamuni, fengið fjölmargar fyrirspurnir um síma. Sára fáir hafa hinsvegar skilað sér til lögreglunnar en nokkrir kunna þó enn að koma í leitirnar í hreinsunarstarfinu, sem hafið er af fullum krafti. 5. ágúst 2014 09:47 Tjöld fuku í hávaðaroki í Vestmannaeyjum Nokkur hundruð þjóðhátíðargestir gistu í íþróttahúsinu í Vestmanneyjum nótt vegna veðurs. 4. ágúst 2014 09:32 Beðið í hálfan sólahring eftir að komast í Herjólf Löng röð hefur myndast við höfnina í Vestmanneyjum af fólki sem ekki á miða í Herjólf eða vill komast fyrr heim en það átti bókaða ferð. 4. ágúst 2014 14:39 Aldrei fleiri í brekkunni á þjóðhátíð Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar þakkar góðu skipulagi, hagstæðu veðri og einstökum náttúruaðstæðum í Herjólfsdal hve vel þjóðhátíð fór fram. 4. ágúst 2014 12:59 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Mikið rusl var við afgreiðslu Herjólfs á Básaskersbryggju á Heimaey í Vestmannaeyjum í morgun. Um er að ræða varning sem þjóðhátíðargestir skildu eftir sig er þeir héldu til síns heima með ferjunni að loknum hátíðarhöldum. „Þetta er eðlilegt enda verið ofboðslegur fjöldi fólks á bryggjunni,“ segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs. Erfitt hafi verið að nota tæki við hreinsunarstörf á bryggjunni vegna fjöldans sem þar hefur verið undanfarinn rúman sólarhring. Fjölmennt hefur verið á bryggjunni síðan aðfaranótt mánudags þegar stór hluti fólks fór að huga að brottför. Myndaðist löng röð við afgreiðsluna strax upp úr klukkan fjögur um nóttina. Treystu margir á að geta komist með ferjunni þrátt fyrir að vera ýmist miðalausir eða eiga miða í seinni ferðir.Vísir/Óskar P. Friðriksson„Þetta er alltaf svona. Fólk sem á bókað heim frá Eyjum á þriðjudegi eða miðvikudegi kemur niður eftir með væntingar,“ segir Gunnlaugur. Það séu alltaf einhverjir sem mæti ekki í bókaða ferð á mánudagsmorgni. Þá myndist smá svigrúm og hægt að bæta fólki á biðlista í bátinn. „Það var reyndar mjög vel mætt í gær þannig að þetta gekk rólega framan af,“ segir Gunnlaugur. Nokkrir hausar á biðlista hafi farið með í fyrstu ferðir en svo hafi röðin farið að ganga betur er líða tók á gærdaginn. Einhverjir hafi líka snúið frá bryggjunni aftur í gistinguna enda röðin verið sérstaklega löng. Svo fór að röð hinna miðalausu tók ekki enda fyrr en upp úr miðnætti í nótt er Herjólfur fór sína síðustu ferð. Herjólfur siglir svo sjö sinnum í Landeyjahöfn í dag og ættu þá síðustu gestir Þjóðhátíðar að skila sér til síns heima. Þrátt fyrir að margir gestir hafi verið svekktir með að komast ekki um borð í Herjólf segir Gunnlaugur framkomu gesta hafa verið til fyrirmyndar. „Við erum að flytja gríðarlegan fjölda fólks. Það er ofboðslega gaman að taka á móti þessum börnum og gaman hve mikinn skilning það sýnir starfsfólki mínu.“Vísir/Óskar P. FriðrikssonVísir/Óskar P. FriðrikssonVísir/Óskar P. FriðrikssonVerið var að tína rusl á bryggjunni í morgun er ljósmyndara Vísis bar að garði.Vísir/Óskar P. Friðriksson
Tengdar fréttir Fölskvalaus ánægja um helgina Útihátíðir verslunarmannahelgarinnar fóru vel fram að mati lögreglu. Ekkert kynferðisbrot hefur verið kært og ekki urðu alvarleg umferðarslys. 5. ágúst 2014 07:00 "Mig langar bara að finna einhvern gæja og bara fara í sleik við hann“ Mikil stemming var á þjóðhátíð um verslunarmannahelgina en mótshaldarar hafa gert upp helgina með skemmtilegu myndbandi. 4. ágúst 2014 16:23 Ökklabrotnaði í gúmmítúttum í Eyjum: „Ég þurfti að hringja í 112 í brekkunni“ Elísabet Karen Magnúsdóttir datt illa í brekkunni í Herjólfsdal og þurfti að fara miklu fyrr heim af Þjóðhátíð en upphaflega stóð til. Hún þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa meiðst illa á ökkla og liggur enn á spítala. 5. ágúst 2014 10:40 Margir týndu símanum sínum á Þjóðhátíð Margur þjóðhátíðargesturinn grætur nú farsímann sinn og hefur lögreglan í Eyjum, sem heldur utan um óskilamuni, fengið fjölmargar fyrirspurnir um síma. Sára fáir hafa hinsvegar skilað sér til lögreglunnar en nokkrir kunna þó enn að koma í leitirnar í hreinsunarstarfinu, sem hafið er af fullum krafti. 5. ágúst 2014 09:47 Tjöld fuku í hávaðaroki í Vestmannaeyjum Nokkur hundruð þjóðhátíðargestir gistu í íþróttahúsinu í Vestmanneyjum nótt vegna veðurs. 4. ágúst 2014 09:32 Beðið í hálfan sólahring eftir að komast í Herjólf Löng röð hefur myndast við höfnina í Vestmanneyjum af fólki sem ekki á miða í Herjólf eða vill komast fyrr heim en það átti bókaða ferð. 4. ágúst 2014 14:39 Aldrei fleiri í brekkunni á þjóðhátíð Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar þakkar góðu skipulagi, hagstæðu veðri og einstökum náttúruaðstæðum í Herjólfsdal hve vel þjóðhátíð fór fram. 4. ágúst 2014 12:59 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Fölskvalaus ánægja um helgina Útihátíðir verslunarmannahelgarinnar fóru vel fram að mati lögreglu. Ekkert kynferðisbrot hefur verið kært og ekki urðu alvarleg umferðarslys. 5. ágúst 2014 07:00
"Mig langar bara að finna einhvern gæja og bara fara í sleik við hann“ Mikil stemming var á þjóðhátíð um verslunarmannahelgina en mótshaldarar hafa gert upp helgina með skemmtilegu myndbandi. 4. ágúst 2014 16:23
Ökklabrotnaði í gúmmítúttum í Eyjum: „Ég þurfti að hringja í 112 í brekkunni“ Elísabet Karen Magnúsdóttir datt illa í brekkunni í Herjólfsdal og þurfti að fara miklu fyrr heim af Þjóðhátíð en upphaflega stóð til. Hún þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa meiðst illa á ökkla og liggur enn á spítala. 5. ágúst 2014 10:40
Margir týndu símanum sínum á Þjóðhátíð Margur þjóðhátíðargesturinn grætur nú farsímann sinn og hefur lögreglan í Eyjum, sem heldur utan um óskilamuni, fengið fjölmargar fyrirspurnir um síma. Sára fáir hafa hinsvegar skilað sér til lögreglunnar en nokkrir kunna þó enn að koma í leitirnar í hreinsunarstarfinu, sem hafið er af fullum krafti. 5. ágúst 2014 09:47
Tjöld fuku í hávaðaroki í Vestmannaeyjum Nokkur hundruð þjóðhátíðargestir gistu í íþróttahúsinu í Vestmanneyjum nótt vegna veðurs. 4. ágúst 2014 09:32
Beðið í hálfan sólahring eftir að komast í Herjólf Löng röð hefur myndast við höfnina í Vestmanneyjum af fólki sem ekki á miða í Herjólf eða vill komast fyrr heim en það átti bókaða ferð. 4. ágúst 2014 14:39
Aldrei fleiri í brekkunni á þjóðhátíð Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar þakkar góðu skipulagi, hagstæðu veðri og einstökum náttúruaðstæðum í Herjólfsdal hve vel þjóðhátíð fór fram. 4. ágúst 2014 12:59