Ökklabrotnaði í gúmmítúttum í Eyjum: „Ég þurfti að hringja í 112 í brekkunni“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. ágúst 2014 10:40 Elísabet Karen Magnúsdóttir meiddist illa í Eyjum. Mynd/einkasafn Elísabet Karen Magnúsdóttir vonast til þess að reynsla hennar verði til þess að aðrir fari ekki í gúmmítúttum á Þjóðhátíð í Eyjum. Elísabet var gestur á Þjóðhátíð, sem fór fram um helgina, en kom heim talsvert fyrr en hún átti að koma heim, því að hún rann til brekkunni í Herjólfsdal og ökklabrotnaði. „Já, ég var að ganga þarna um á laugardagskvöldinu og það var auðvitað frekar hált þarna, því brekkan var blaut. Síðan rann ég svoleiðis og datt á hausinn. Þegar ég rann tókst mér að snúa einhvernveginn upp á ökklann og fann strax sársauka," rifjar Elísabet upp og heldur áfram:Hér má sjá umbúðirnar sem Elísabet er í.Mynd/einkasafn„Ég gat bara ekki með nokkru móti staðið upp. Þannig að ég þurfti að ég þurfti að hringja í 112 í brekkunni." Sjúkraflutningamenn komu og sóttu Elísabetu og fóru með hana í sjúkratjaldið sem var þarna skammt frá. „Þar var reynt að meta á mér fótinn og var grunur um að ég væri ökklabrotin. Ég þurfti að fara heim á sunnudeginum og þá kom í ljós að ég var ökklabrotin og með slitin liðbönd," útskýrir Elísabet. Hún þurfti að gangast undir aðgerð á sunnudeginum og liggur enn á Landspítalanum. „Ég þurfti að fá plötur í ökklann. Ég vonast til að komast heim sem fyrst, en það gæti verið að það verði ekki fyrr en á morgun. Þetta er auðvitað alveg hrikalegt. Ég verð frá í sex vikur," segir hún. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er Elísabet með umbúðir langt upp fótlegginn Þrátt fyrir áfallið segist Elísabet hafa skemmt sér rosalega vel á Þjóðhátíð. „Þetta var ógeðslega gaman. Ég sé alls ekki eftir ferðinni."Hefur þú í hyggju að fara aftur á Þjóðhátíð? „Já, algjörlega. Ég skelli mér bara strax á næsta ári," svarar hún með gleðitón í röddinni. En Elísabet vonast samt til þess að aðrir læri af hennar reynslu. „Ég vil bara koma í veg fyrir að fólk verði í gúmmítúttum í brekkunni. Ef ég hefði verið í gönguskóm hefði ég líklega ekki runnið. Stuðningurinn við ökklann er náttúrulega enginn í gúmmítúttum. Eins ég segi; ég vona að fólk fari bara ekkert í gúmmitúttum í brekkuna." Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Elísabet Karen Magnúsdóttir vonast til þess að reynsla hennar verði til þess að aðrir fari ekki í gúmmítúttum á Þjóðhátíð í Eyjum. Elísabet var gestur á Þjóðhátíð, sem fór fram um helgina, en kom heim talsvert fyrr en hún átti að koma heim, því að hún rann til brekkunni í Herjólfsdal og ökklabrotnaði. „Já, ég var að ganga þarna um á laugardagskvöldinu og það var auðvitað frekar hált þarna, því brekkan var blaut. Síðan rann ég svoleiðis og datt á hausinn. Þegar ég rann tókst mér að snúa einhvernveginn upp á ökklann og fann strax sársauka," rifjar Elísabet upp og heldur áfram:Hér má sjá umbúðirnar sem Elísabet er í.Mynd/einkasafn„Ég gat bara ekki með nokkru móti staðið upp. Þannig að ég þurfti að ég þurfti að hringja í 112 í brekkunni." Sjúkraflutningamenn komu og sóttu Elísabetu og fóru með hana í sjúkratjaldið sem var þarna skammt frá. „Þar var reynt að meta á mér fótinn og var grunur um að ég væri ökklabrotin. Ég þurfti að fara heim á sunnudeginum og þá kom í ljós að ég var ökklabrotin og með slitin liðbönd," útskýrir Elísabet. Hún þurfti að gangast undir aðgerð á sunnudeginum og liggur enn á Landspítalanum. „Ég þurfti að fá plötur í ökklann. Ég vonast til að komast heim sem fyrst, en það gæti verið að það verði ekki fyrr en á morgun. Þetta er auðvitað alveg hrikalegt. Ég verð frá í sex vikur," segir hún. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er Elísabet með umbúðir langt upp fótlegginn Þrátt fyrir áfallið segist Elísabet hafa skemmt sér rosalega vel á Þjóðhátíð. „Þetta var ógeðslega gaman. Ég sé alls ekki eftir ferðinni."Hefur þú í hyggju að fara aftur á Þjóðhátíð? „Já, algjörlega. Ég skelli mér bara strax á næsta ári," svarar hún með gleðitón í röddinni. En Elísabet vonast samt til þess að aðrir læri af hennar reynslu. „Ég vil bara koma í veg fyrir að fólk verði í gúmmítúttum í brekkunni. Ef ég hefði verið í gönguskóm hefði ég líklega ekki runnið. Stuðningurinn við ökklann er náttúrulega enginn í gúmmítúttum. Eins ég segi; ég vona að fólk fari bara ekkert í gúmmitúttum í brekkuna."
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira