Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2014 14:00 Sveinn Guðmundsson yfirlæknir Blóðbankans segist fagna upplýstri umræðu um þessi málefni. Vísir/Hari Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, fagnar upplýstri umræðu um það hvort menn sem hafi kynmök við aðra karlmenn megi gefa blóð. Hann segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um þetta í gildi. Þá vísar hann til þeirrar „umdeildu reglu heilbrigðisyfirvalda víða um heim að ekki skuli leyfa blóðgjöf karls sem hefur haft mök við annan karlmann (MSM).“ Í tilkynningu frá Sveini vill hann koma á framfæri nokkrum atriðum sem hann segir oft koma upp í hugann þegar þessi mál ber á góma. „Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sem einungis sé í gildi á Íslandi.“Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sett af Blóðbankanum eða starfsfólki hans.“Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið snúist um það að leyfa eða leyfa ekki blóðgjöf MSM. Hann segir heilbrigðisyfirvöld einstaka landa hafa liðkað til um reglur í þessu tilliti, en aldrei með þeim hætti að leyfa blóðgjöf allra MSM. Fremur hefur verið leyfð blóðgjöf þeirra sem ekki hafa haft mök við annan karlmann í eitt og hálft eða tíu ár. Það sé mismunandi eftir löndum.„Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið sé einfalt, „klippt og skorið“. Þetta mál er flókið viðfangsefni; það varðar marga aðila, einstaklinga, hópa, stofnanir, félagasamtök; málið er viðkvæmt, það varðar málefni sem vert er að gefa mikla athygli og sýna mikla virðingu í umræðunni. Vert er að gefa sér góðan tíma og gott tóm til þessarar umræðu, forðast fyrirsagnir, fullyrðingar og sleggjudóma. Á báða bóga.“ Hann segist fagnað upplýstri umræðu um þessi málefni og því hafi starfsfólk Blóðbankans kappkostað við að gera fræðsluefni um þetta málefni aðgengilegt á heimasíðunni blodbankinn.is. „Það er erfitt að ræða þessi mál og styðjast við stóryrtar fyrirsagnir eða harðsoðnar niðurstöður í fáum orðum. Fjölbreytt og gefandi umræða í fjölmörgum löndum um þessi mál getur verið okkur mikilvæg fyrirmynd.“ Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, fagnar upplýstri umræðu um það hvort menn sem hafi kynmök við aðra karlmenn megi gefa blóð. Hann segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um þetta í gildi. Þá vísar hann til þeirrar „umdeildu reglu heilbrigðisyfirvalda víða um heim að ekki skuli leyfa blóðgjöf karls sem hefur haft mök við annan karlmann (MSM).“ Í tilkynningu frá Sveini vill hann koma á framfæri nokkrum atriðum sem hann segir oft koma upp í hugann þegar þessi mál ber á góma. „Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sem einungis sé í gildi á Íslandi.“Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sett af Blóðbankanum eða starfsfólki hans.“Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið snúist um það að leyfa eða leyfa ekki blóðgjöf MSM. Hann segir heilbrigðisyfirvöld einstaka landa hafa liðkað til um reglur í þessu tilliti, en aldrei með þeim hætti að leyfa blóðgjöf allra MSM. Fremur hefur verið leyfð blóðgjöf þeirra sem ekki hafa haft mök við annan karlmann í eitt og hálft eða tíu ár. Það sé mismunandi eftir löndum.„Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið sé einfalt, „klippt og skorið“. Þetta mál er flókið viðfangsefni; það varðar marga aðila, einstaklinga, hópa, stofnanir, félagasamtök; málið er viðkvæmt, það varðar málefni sem vert er að gefa mikla athygli og sýna mikla virðingu í umræðunni. Vert er að gefa sér góðan tíma og gott tóm til þessarar umræðu, forðast fyrirsagnir, fullyrðingar og sleggjudóma. Á báða bóga.“ Hann segist fagnað upplýstri umræðu um þessi málefni og því hafi starfsfólk Blóðbankans kappkostað við að gera fræðsluefni um þetta málefni aðgengilegt á heimasíðunni blodbankinn.is. „Það er erfitt að ræða þessi mál og styðjast við stóryrtar fyrirsagnir eða harðsoðnar niðurstöður í fáum orðum. Fjölbreytt og gefandi umræða í fjölmörgum löndum um þessi mál getur verið okkur mikilvæg fyrirmynd.“
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira