Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2014 14:00 Sveinn Guðmundsson yfirlæknir Blóðbankans segist fagna upplýstri umræðu um þessi málefni. Vísir/Hari Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, fagnar upplýstri umræðu um það hvort menn sem hafi kynmök við aðra karlmenn megi gefa blóð. Hann segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um þetta í gildi. Þá vísar hann til þeirrar „umdeildu reglu heilbrigðisyfirvalda víða um heim að ekki skuli leyfa blóðgjöf karls sem hefur haft mök við annan karlmann (MSM).“ Í tilkynningu frá Sveini vill hann koma á framfæri nokkrum atriðum sem hann segir oft koma upp í hugann þegar þessi mál ber á góma. „Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sem einungis sé í gildi á Íslandi.“Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sett af Blóðbankanum eða starfsfólki hans.“Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið snúist um það að leyfa eða leyfa ekki blóðgjöf MSM. Hann segir heilbrigðisyfirvöld einstaka landa hafa liðkað til um reglur í þessu tilliti, en aldrei með þeim hætti að leyfa blóðgjöf allra MSM. Fremur hefur verið leyfð blóðgjöf þeirra sem ekki hafa haft mök við annan karlmann í eitt og hálft eða tíu ár. Það sé mismunandi eftir löndum.„Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið sé einfalt, „klippt og skorið“. Þetta mál er flókið viðfangsefni; það varðar marga aðila, einstaklinga, hópa, stofnanir, félagasamtök; málið er viðkvæmt, það varðar málefni sem vert er að gefa mikla athygli og sýna mikla virðingu í umræðunni. Vert er að gefa sér góðan tíma og gott tóm til þessarar umræðu, forðast fyrirsagnir, fullyrðingar og sleggjudóma. Á báða bóga.“ Hann segist fagnað upplýstri umræðu um þessi málefni og því hafi starfsfólk Blóðbankans kappkostað við að gera fræðsluefni um þetta málefni aðgengilegt á heimasíðunni blodbankinn.is. „Það er erfitt að ræða þessi mál og styðjast við stóryrtar fyrirsagnir eða harðsoðnar niðurstöður í fáum orðum. Fjölbreytt og gefandi umræða í fjölmörgum löndum um þessi mál getur verið okkur mikilvæg fyrirmynd.“ Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, fagnar upplýstri umræðu um það hvort menn sem hafi kynmök við aðra karlmenn megi gefa blóð. Hann segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um þetta í gildi. Þá vísar hann til þeirrar „umdeildu reglu heilbrigðisyfirvalda víða um heim að ekki skuli leyfa blóðgjöf karls sem hefur haft mök við annan karlmann (MSM).“ Í tilkynningu frá Sveini vill hann koma á framfæri nokkrum atriðum sem hann segir oft koma upp í hugann þegar þessi mál ber á góma. „Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sem einungis sé í gildi á Íslandi.“Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sett af Blóðbankanum eða starfsfólki hans.“Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið snúist um það að leyfa eða leyfa ekki blóðgjöf MSM. Hann segir heilbrigðisyfirvöld einstaka landa hafa liðkað til um reglur í þessu tilliti, en aldrei með þeim hætti að leyfa blóðgjöf allra MSM. Fremur hefur verið leyfð blóðgjöf þeirra sem ekki hafa haft mök við annan karlmann í eitt og hálft eða tíu ár. Það sé mismunandi eftir löndum.„Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið sé einfalt, „klippt og skorið“. Þetta mál er flókið viðfangsefni; það varðar marga aðila, einstaklinga, hópa, stofnanir, félagasamtök; málið er viðkvæmt, það varðar málefni sem vert er að gefa mikla athygli og sýna mikla virðingu í umræðunni. Vert er að gefa sér góðan tíma og gott tóm til þessarar umræðu, forðast fyrirsagnir, fullyrðingar og sleggjudóma. Á báða bóga.“ Hann segist fagnað upplýstri umræðu um þessi málefni og því hafi starfsfólk Blóðbankans kappkostað við að gera fræðsluefni um þetta málefni aðgengilegt á heimasíðunni blodbankinn.is. „Það er erfitt að ræða þessi mál og styðjast við stóryrtar fyrirsagnir eða harðsoðnar niðurstöður í fáum orðum. Fjölbreytt og gefandi umræða í fjölmörgum löndum um þessi mál getur verið okkur mikilvæg fyrirmynd.“
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira