Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2014 14:00 Sveinn Guðmundsson yfirlæknir Blóðbankans segist fagna upplýstri umræðu um þessi málefni. Vísir/Hari Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, fagnar upplýstri umræðu um það hvort menn sem hafi kynmök við aðra karlmenn megi gefa blóð. Hann segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um þetta í gildi. Þá vísar hann til þeirrar „umdeildu reglu heilbrigðisyfirvalda víða um heim að ekki skuli leyfa blóðgjöf karls sem hefur haft mök við annan karlmann (MSM).“ Í tilkynningu frá Sveini vill hann koma á framfæri nokkrum atriðum sem hann segir oft koma upp í hugann þegar þessi mál ber á góma. „Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sem einungis sé í gildi á Íslandi.“Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sett af Blóðbankanum eða starfsfólki hans.“Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið snúist um það að leyfa eða leyfa ekki blóðgjöf MSM. Hann segir heilbrigðisyfirvöld einstaka landa hafa liðkað til um reglur í þessu tilliti, en aldrei með þeim hætti að leyfa blóðgjöf allra MSM. Fremur hefur verið leyfð blóðgjöf þeirra sem ekki hafa haft mök við annan karlmann í eitt og hálft eða tíu ár. Það sé mismunandi eftir löndum.„Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið sé einfalt, „klippt og skorið“. Þetta mál er flókið viðfangsefni; það varðar marga aðila, einstaklinga, hópa, stofnanir, félagasamtök; málið er viðkvæmt, það varðar málefni sem vert er að gefa mikla athygli og sýna mikla virðingu í umræðunni. Vert er að gefa sér góðan tíma og gott tóm til þessarar umræðu, forðast fyrirsagnir, fullyrðingar og sleggjudóma. Á báða bóga.“ Hann segist fagnað upplýstri umræðu um þessi málefni og því hafi starfsfólk Blóðbankans kappkostað við að gera fræðsluefni um þetta málefni aðgengilegt á heimasíðunni blodbankinn.is. „Það er erfitt að ræða þessi mál og styðjast við stóryrtar fyrirsagnir eða harðsoðnar niðurstöður í fáum orðum. Fjölbreytt og gefandi umræða í fjölmörgum löndum um þessi mál getur verið okkur mikilvæg fyrirmynd.“ Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, fagnar upplýstri umræðu um það hvort menn sem hafi kynmök við aðra karlmenn megi gefa blóð. Hann segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um þetta í gildi. Þá vísar hann til þeirrar „umdeildu reglu heilbrigðisyfirvalda víða um heim að ekki skuli leyfa blóðgjöf karls sem hefur haft mök við annan karlmann (MSM).“ Í tilkynningu frá Sveini vill hann koma á framfæri nokkrum atriðum sem hann segir oft koma upp í hugann þegar þessi mál ber á góma. „Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sem einungis sé í gildi á Íslandi.“Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sett af Blóðbankanum eða starfsfólki hans.“Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið snúist um það að leyfa eða leyfa ekki blóðgjöf MSM. Hann segir heilbrigðisyfirvöld einstaka landa hafa liðkað til um reglur í þessu tilliti, en aldrei með þeim hætti að leyfa blóðgjöf allra MSM. Fremur hefur verið leyfð blóðgjöf þeirra sem ekki hafa haft mök við annan karlmann í eitt og hálft eða tíu ár. Það sé mismunandi eftir löndum.„Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið sé einfalt, „klippt og skorið“. Þetta mál er flókið viðfangsefni; það varðar marga aðila, einstaklinga, hópa, stofnanir, félagasamtök; málið er viðkvæmt, það varðar málefni sem vert er að gefa mikla athygli og sýna mikla virðingu í umræðunni. Vert er að gefa sér góðan tíma og gott tóm til þessarar umræðu, forðast fyrirsagnir, fullyrðingar og sleggjudóma. Á báða bóga.“ Hann segist fagnað upplýstri umræðu um þessi málefni og því hafi starfsfólk Blóðbankans kappkostað við að gera fræðsluefni um þetta málefni aðgengilegt á heimasíðunni blodbankinn.is. „Það er erfitt að ræða þessi mál og styðjast við stóryrtar fyrirsagnir eða harðsoðnar niðurstöður í fáum orðum. Fjölbreytt og gefandi umræða í fjölmörgum löndum um þessi mál getur verið okkur mikilvæg fyrirmynd.“
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels