Erlent

Þúsundir kristinna á flótta í Írak

Atli Ísleifsson skrifar
Íslamistar sækja meira og meira inn í Írak og hafa þúsundir manna sem tilheyra trúarlegum minnihlutahópum neyðst til að yfirgefa heimili sín.
Íslamistar sækja meira og meira inn í Írak og hafa þúsundir manna sem tilheyra trúarlegum minnihlutahópum neyðst til að yfirgefa heimili sín. Vísir/AFP
Um fjórðungur kristinna Íraka er nú á flótta eftir að íslamskir uppreisnarmenn náðu tökum á þeirri borg Íraks þar sem ítök kristinna hafa verið hvað mest. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman til neyðarfundar í kvöld til að ræða ástandið.

IS, hópurinn sem áður hefur gengið undir heitinu ISIS, náði tökum á borginni Qaraqosh í Nineveh í nótt eftir að kúrdískar hersveitir hörfuðu frá borginni.

IS ræður nú yfir stórum svæðum bæði í Írak og Sýrlandi og hefur stofnað sérstakt íslamskt ríki. Bandaríkjastjórn íhugar nú loftárásir eða að senda hjálpargögn til aðstoðar Yazidi, annars hóps sem á undir vök að verjast á svæðinu.

Á vef BBC segir að um 50 þúsund manna hafast nú við í fjallahéruðum eftir að hafa neyðst til að flýja bæinn Sinjar, þó að talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja suma þeirra vera komna í skjól.

Tugþúsundir meðlima ýmissa trúarhópa hafa nú neyðst til að flýja heimili sín frá því að IS hóf sókn sína í norðurhluta Íraks í júní síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×