Fólk pantar fölsuð lyf á netinu Erla björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 08:00 Einkaleyfastofan verður með algengar falsaðar vörur til sýnis á nýsköpunartorgi HR í dag. Þar má sjá snyrtivörur, lyf, úr og ýmsan klæðnað. vísir/valli Í ljósi mikilla gróðamöguleika og hversu einfalt er í dag að framleiða töflur og umbúðir, hefur framleiðsla á fölsuðum lyfjum aukist mikið. Ísland fer ekki varhluta af þeirri þróun því reglulega finnast fölsuð lyf í tolleftirliti. Lyfin hafa þá verið pöntuð af netinu. Hlutverk Einkaleyfastofunnar er meðal annars að vekja athygli almennings á ólögmæti og skaðsemi falsaðra lyfja og vara. „Yfirleitt er innfluttur falsaðar varningur frá Kína og ef grunur vaknar um fölsun eru sendingarnar sendar í efnagreiningu,“ segir Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar. „Í flestum tilfellum eru þetta stinningarlyf sem eru annaðhvort seld á svörtum markaði eða fólk pantar sér á netinu til einkanota.“ Talið er að stór hluti þeirra lyfja sem seld eru í gegnum netið séu fölsuð en þau geta verið stórhættuleg. Til að blekkja kaupandann hvað varðar útlit og áhrif er í sumum tilfellum notuð efni eins og götumálning, lakk, amfetamín og morfín. Fyrir utan stinningarlyf er algengt að grenningarlyf, fúkkalyf og lyf gegn kólesteróli séu fölsuð. Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar, segir að með því að kaupa falsaða vöru sé í flestum tilfellum verið að styðja við glæpastarfsemivísir/valliViðskipti með falsaðan varning er sú ólöglega starfsemi sem hefur vaxið hvað mest í heiminum á síðustu árum. „Hér á Íslandi eru það helst húsgögnin. Þá er verið að flytja inn eftirlíkingar af húsgögnum sem er brot gegn skráðu vörumerki, skráðri hönnun eða höfundarrétti. Til að mynda var eftirlíking af hinum vinsæla Triptrap-stól flutt inn til landsins á sínum tíma,“ segir Borghildur. Hún bætir við að margir spyrji sig af hverju það sé ekki í lagi að kaupa falsaðar vörur á helmingi lægra verði. „Þetta er ólögmætur varningur og yfirleitt fer ágóðinn til að fjármagna glæpastarfsemi, í flestum tilfellum fíkniefnastarfsemi. Þannig að með því að kaupa falsaða vöru ertu óbeint að styðja við slíkt,“ segir Borghildur Erlingsdóttir. Einkaleyfastofan er með bás á Nýsköpunartorgi HR í dag til að vekja athygli nýsköpunarfyrirtækja á mikilvægi hugverkaréttinda og einkaleyfaumsókna auk þess að hafa til sýnis algengar falsanir á hinum ýmsu vörum. Eftirlíking af MAC penslum. Algengt er að snyrtivörur séu falsaðar.vísir/valliAlgengar falsaðar vörur á Íslandi: Lyf, viagra og megrunartöflur Rolex-úr Svanurinn (stóll) Snyrtivörur, t.d. maskarar Ýmis klæðnaður, t.d. íþróttatreyjur Ilmvötn Húsgögn Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Í ljósi mikilla gróðamöguleika og hversu einfalt er í dag að framleiða töflur og umbúðir, hefur framleiðsla á fölsuðum lyfjum aukist mikið. Ísland fer ekki varhluta af þeirri þróun því reglulega finnast fölsuð lyf í tolleftirliti. Lyfin hafa þá verið pöntuð af netinu. Hlutverk Einkaleyfastofunnar er meðal annars að vekja athygli almennings á ólögmæti og skaðsemi falsaðra lyfja og vara. „Yfirleitt er innfluttur falsaðar varningur frá Kína og ef grunur vaknar um fölsun eru sendingarnar sendar í efnagreiningu,“ segir Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar. „Í flestum tilfellum eru þetta stinningarlyf sem eru annaðhvort seld á svörtum markaði eða fólk pantar sér á netinu til einkanota.“ Talið er að stór hluti þeirra lyfja sem seld eru í gegnum netið séu fölsuð en þau geta verið stórhættuleg. Til að blekkja kaupandann hvað varðar útlit og áhrif er í sumum tilfellum notuð efni eins og götumálning, lakk, amfetamín og morfín. Fyrir utan stinningarlyf er algengt að grenningarlyf, fúkkalyf og lyf gegn kólesteróli séu fölsuð. Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar, segir að með því að kaupa falsaða vöru sé í flestum tilfellum verið að styðja við glæpastarfsemivísir/valliViðskipti með falsaðan varning er sú ólöglega starfsemi sem hefur vaxið hvað mest í heiminum á síðustu árum. „Hér á Íslandi eru það helst húsgögnin. Þá er verið að flytja inn eftirlíkingar af húsgögnum sem er brot gegn skráðu vörumerki, skráðri hönnun eða höfundarrétti. Til að mynda var eftirlíking af hinum vinsæla Triptrap-stól flutt inn til landsins á sínum tíma,“ segir Borghildur. Hún bætir við að margir spyrji sig af hverju það sé ekki í lagi að kaupa falsaðar vörur á helmingi lægra verði. „Þetta er ólögmætur varningur og yfirleitt fer ágóðinn til að fjármagna glæpastarfsemi, í flestum tilfellum fíkniefnastarfsemi. Þannig að með því að kaupa falsaða vöru ertu óbeint að styðja við slíkt,“ segir Borghildur Erlingsdóttir. Einkaleyfastofan er með bás á Nýsköpunartorgi HR í dag til að vekja athygli nýsköpunarfyrirtækja á mikilvægi hugverkaréttinda og einkaleyfaumsókna auk þess að hafa til sýnis algengar falsanir á hinum ýmsu vörum. Eftirlíking af MAC penslum. Algengt er að snyrtivörur séu falsaðar.vísir/valliAlgengar falsaðar vörur á Íslandi: Lyf, viagra og megrunartöflur Rolex-úr Svanurinn (stóll) Snyrtivörur, t.d. maskarar Ýmis klæðnaður, t.d. íþróttatreyjur Ilmvötn Húsgögn
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira