Innlent

Öll umferð um Öskju bönnuð í kjölfar skriðu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Öskjuvatn og Víti í forgrunni
Öskjuvatn og Víti í forgrunni MYND/SIGURÐUR BOGASON

„Gríðarlega stór“ skriða féll í suð-austurhluta Öskjuvatns laust fyrir miðnætti í gærkvöldi og hefur öll umferð um Öskju verið bönnuð í kjölfarið.

Skriðan orsakaði flóðbylgju í Öskjuvatni og óróapúls sem stóð yfir í um 20 mínútur mældist á jarðskjálftamælum á svæðinu á sama tíma. Ljós mökkur reis einnig upp og óljóst er hvort um var að ræða gufustrók eða annað er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Þar segir einnig að hlýtt hafi verið á svæðinu og mikil snjóbráð hafi myndast sem hugsanlega hafi skriðunni af stað. Öskjubarmurinn geti verið óstöðugur á köflum og meira af lausu efni gæti því fallið í vatnið.

„Vísindamenn og Almannavarnir funda í fyrramálið þar sem farið verður yfir stöðuna,“ segir í tilkynningunni. Öll umferð í Öskju er bönnuð þar til niðurstaða þess fundar liggur fyrir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.