Innlent

Rúta sat föst í Steinsholtsá

Samúel Karl Ólason skrifar
Traktor var notaður til að draga rútuna á þurrt land.
Traktor var notaður til að draga rútuna á þurrt land. Vísir/Vilhelm/Loftmyndir

Fimmtán farþegar sátu fastir í rútu í Steinholtsá á Þórsmerkurleið í morgun. Dautt var á rútunni, farið var að flæða inn í hana auk þess sem áin gróf hratt undan henni.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu voru björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli Landeyjum kallaðar út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Landvörður úr Langadal á traktor og staðarhaldarar Volcano Huts í Húsadal komu ferðamönnunum til bjargar. Þeim tókst að ná fólkinu úr rútunni og henni sjálfri úr ánni, rétt í þann mund sem björgunarsveitir komu á staðinn. Þá um hálfri klukkustund eftir að aðstoðarbeiðni barst.

Engin slys urðu á fólki.

„Nokkuð mikið er í ám og lækjum á svæðinu þessa dagana og er ferðafólk hvatt til að gæta ítrustu varúðar þegar þvera þarf straumvatn,“ segir í tilkynningu Landsbjargar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.