Innlent

Ellefu þúsund í Druslugöngu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/björn sigurðsson
Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag.

Slagorð göngunnar er „færum skömmina þangað sem hún á heima“ og er markmið göngunnar að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðningur gegn gerendum þess.

Heitið á viðburðinum er valið með það fyrir augum að kveða niður mýtur sem varða nauðganir. Gengið var frá Hallgrímskirkju klukkan tvö niður Skólavörðustíg, Bankastræti og verður endað á Austurvelli þar sem við taka ræður og tónleikar.

María Lilja Þrastardóttir, skipuleggjandi og ein upphafskvenna göngunnar segir allt hafa gengið vonum framar. „Nýjustu tölur eru ellefu þúsund en í kringum þrjú til fimm þúsund hlýða nú á ræðuhöldi. Þetta gengur vonum framar og við erum ofboðslega ánægð með það sem komið er,“ sagði María í samtali við fréttastofu.

vísir/björn sigurðsson
vísir/björn sigurðsson
Í ár voru Reykjavíkurdætur fengnar til að semja lag fyrir gönguna og tilmælin voru heldur sérkennileg: Gerið djammlag sem fjallar um nauðganir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×