Fótbolti

Özil kostar aðgerðir 23 barna í Brasilíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Þýski landsliðsmaðurinn Mesut Özil ákvað að gefa peninginn sem hann fékk í sinn hlut fyrir árangur Þýskalands á HM í Brasilíu í góðgerðarmál.

Özil mun kosta aðgerðir 23 barna í Brasilíu en með því vill hann sýna brasilísku þjóðinni þakklætisvott fyrir gestrisnina á meðan keppninni stóð.

Özil var lykilmaður í liði Þýskalands sem varð heimsmeistari eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum á sunnudag.

Fulltrúar hans hafa hins vegar neitað því sem komið hefur fram í fjölmiðlum ytra, að Özil hafi ákveðið að gefa verðlaunafé sitt til barna á hinu stríðshrjáða Gaza-svæði.

Ekki hefur fengist staðfest hversu mikið hver leikmaður þýska landsliðsins fékk fyrir sigurinn á HM en fullyrt hefur verið að það sé allt að 70 milljónir króna.

Landslið Alsír mun hins vegar nota sína bónusa styrkja góðgerðarmál á Gaza.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×