Innlent

Lögbann á gjaldtöku við Leirhnjúk og Námaskarð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gjaldtakan hófst þann 18. júní síðasliðinn.
Gjaldtakan hófst þann 18. júní síðasliðinn. VÍSIR/VÖLUNDUR

Sýslumaðurinn á Húsavík hefur lagt lögbann við gjaldtöku við Leirhnjúk við Kröflu og hverasvæðið austan Námaskarðs. RÚV greindi fyrst frá.

Gjaldtaka hófst á svæðinu þann 18. júní síðastliðinn og voru ferðamenn rukkaðir um 800 krónur (5 evrur) á hvorum stað fyrir sig.

Sautján aðilar eiga hlut í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð en sjö þeirra fóru fram á að gjaldtakan yrði stöðvuð. Lög­bannið tek­ur gildi þegar lögð hef­ur verið fram fjör­utíu millj­ón króna trygg­ing en frest­ur til að leggja hana fram er til hádegis 23. júlí.

Til stóð í upphafi að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss, en landeigendafélagið og Vatnajökulsþjóðgarður komust að samkomulagi um að fresta gjaldtöku þar um eitt ár.

Um 100 þúsund ferðamenn skoðuðu Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í fyrra. Um 90 til 95 prósent eru erlendir ferðamenn. Sé gert ráð fyrir að svipaður fjöldi greiði 800 krónur hefðu tekjur landeigenda af gjaldheimtu numið um 80 milljónum.


Tengdar fréttir

Gjald úr takti við ímynd ferðaþjónustunnar

„Óskipulögð gjaldtaka eins og nú er boðuð skaðar orðspor Íslands erlendis og er nú úr takti við þá ímynd sem ferðaþjónustuaðilar hafa lagt mikla vinnu í að kynna,“ segir bæjarstjórn Norðurþings.

Ríkið skoðar lögmæti gjaldtöku

Ríkið kannar nú hvort fyrirhuguð gjaldtaka landeigenda við Dettifoss, Námaskarð og víðar í landareign Reykjahlíðar standist lög.

„Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“

„Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gjaldtaka á náttúrusvæðum var til umræðu.

Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss

Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.