Innlent

Gengið niður fjallið til að sleppa við að borga

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Stígur hefur verið niður fjallið í langan tíma en hann hefur stækkað og nýir stígar myndast.
Stígur hefur verið niður fjallið í langan tíma en hann hefur stækkað og nýir stígar myndast. mynd/kb
Gjaldtaka við Námaskarð hófst í júní og frá þeim tíma hafa nýir stígar myndast í fjallinu. „Ég hef verið daglegur gestur hér með ferðamenn frá því gjaldtaka hófst og það fer ekkert á milli mála að þarna eru nýir stígar sem ég hef ekki séð áður,“ segir Óskar Þór Halldórsson, leiðsögumaður.

Kjartan Björnsson, bifreiðastjóri segir einfalt að komast hjá gjaldtöku við bílastæðin með þessum hætti. „Það er hægt að leggja við þjóðveginn og labba niður fjallið. Fólk reddar sér bara.“

Vitað er til þess að leiðsögumenn fari með heilu hópana niður fjallið til að sneiða frá gjaldtöku. Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar, segir að það eina sem landeigendur geti gert sé að vara fólk við þessu stórhættulega svæði.

„Ef leiðsögumenn vilja að ferðamenn detti ofan í 300 gráðu heitan hver þá er það á þeirra ábyrgð. Vonandi sofa þeir vel,“ segir Ólafur og bætir við að ekki komi til greina að kalla til lögreglu heldur sé fólk kurteisislega beðið um að fylgja lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×