Innlent

Segir mannlegan þátt flutnings fiskistofu dapurlegan

Bjarki Ármannsson skrifar
Eyþór gaf það út í morgun að hann hyggðist flytja norður með Fiskistofu.
Eyþór gaf það út í morgun að hann hyggðist flytja norður með Fiskistofu. Mynd/Valli/Aðsend
Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segist ekki eiga von á því að margir starfsmenn stofnunarinnar muni fylgja fordæmi hans og flytja til Akureyrar með stofnuninni á næsta ári.

„Það lítur út fyrir að það verði fáir, ef einhverjir,“ segir Eyþór. Enginn annar starfsmaður hefur gefið það út að hann ætli að flytja norður.

„Það eru þó einhverjir að skoða það, velta því fyrir sér,“ segir hann. „Einhverjir starfsmenn hafa sagt, ég væri alveg til í að fara norður en maki minn er í mjög góðri vinnu og við erum ekkert að fara að slíta það.“

Telur þú að ákvörðun þín gæti haft áhrif á einhverja sem eru að velta því fyrir sér að flytja?

„Ég ætla að vona að það virki að einhverju leyti hvetjandi, en fyrst og fremst tekur fólk svona ákvarðanir út frá eigin hag og möguleikum,“ segir hann. „Það eru náttúrulega einhverjir í þeirri stöðu að hreinlega geta ekki slitið sig upp. Á endanum eru það bara aðstæður hvers og eins sem verða að skera úr um þetta.

Mannlegi þátturinn dapurlegur

Eyþór, sem býr nú í Grindavík, nam við Háskólann á Akureyri fyrir rúmum áratug. Hann segir að ákvörðunin um að flytjast með stofnuninni hafi ekki verið erfið.

„Í og með, þá rennur mér blóðið til skyldunnar. Ég er búinn að vera hjá þessari stofnun síðan 2006 og fiskistofustjóri frá 2010.

Svo get ég líka ekki neitað því að mig langar bara svolítið að takast á við þetta verkefni. Þetta er stór ákvörðun og það er ekkert oft sem forstjóri fær, innan gæsalappa, tækifæri til að takast á við svona breytingar. Það er spennandi, þó mannlegi þátturinn hérna sé dapurlegur.“


Tengdar fréttir

Fiskistofa flutt á Akureyri

Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×