Innlent

Líkfundur á Landmannaafrétti

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Nathan Foley Mendelssohn
Nathan Foley Mendelssohn
Lík fannst á Landmannaafrétti í gær við Háöldu. Líkið er talið vera af Bandaríkjamanninum Nathan Foley Mendelssohn sem leit var gerð að síðastliðið haust.

Leit að Mendelsohn hófst þann 27. september í fyrra og leituðu á tímabili um 200 björgunarsveitarmenn að honum. Þá hafði ekkert heyrst frá honum í sautján daga. Hann ætlaði að ganga Laugaveginn frá Landmannalaugum í Þórsmörk og yfir Fimmvörðuháls að Skógum.

Leitarmenn nutu aðstoðar leitarhunda og notuðust við fisvélar til þess að leita að Mendelsohn.

Vinir Mendelsohn komu hingað til lands til þess að hjálpa til við leitina.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi fer með rannsókn málsins ásamt lögreglunni á Hvolsvelli.  Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er málið í hefðbundnu ferli og hefur verið óskað aðkomu kennslanefndar, svo unnt sé að bera kennsl á manninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×