Innlent

Lögreglan kölluð til vegna illdeilna um sokka

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint VÍSIR/PJETUR
Lögreglan fékk tilkynningu um heiftarlegt rifrildi á milli karls og konu í Fellahverfi í Reykjavík á áttunda tímanum í gærkvöldi.

Þegar lögreglumenn komu á staðinn reyndust þar á ferðinni fólk á fimmtugs- og sextugsaldri sem höfðu verið í sambúð í áraraðir en illindin voru vegna pars af sokkum sem bæði vildu meina að þau ættu.

Lögreglumenn reyndu að ná sáttum en allt kom fyrir ekki, niðurstaðan var sú að karlinn fór af heimilinu í nótt og gisti annars staðar. Engar niðurstöður fengust í eignarhald á sokkunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.