HM-draumur Arons og félaga á enda - Belgar unnu í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2014 14:45 Kevin De Bruyne fagnar marki sínu. Vísir/Getty Kevin De Bruyne og varamaðurinn Romelu Lukaku tryggðu Belgum 2-1 sigur á Bandaríkjamönnum í lokaleik sextán liða úrslita HM í fótbolta í Brasilíu í kvöld. Þetta var fimmti leikur sextán liða úrslitanna sem fór í framlengingu og annað kvöldið í röð þar sem þrjú mörk voru skoruð í framlengingu. Romelu Lukaku kom inná sem varamaður í upphafi framlengingar eftir að stórskotahríð Belga hafði ekki borið árangur. Lukaku átti þátt í marki Kevin De Bruyne eftir þriggja mínútna leik og Romelu Lukaku skoraði síðan annað markið eftir sendingu frá De Bruyne skömmu fyrir lok fyrri hluta framlengingarinnar. Táningurinn Julian Green minnkaði muninn í 2-1 í upphafi seinni hluta framlengingarinnar skömmu eftir að hafa komið inná sem varamaður og setti með því mikla spennu í lokakafla framlengingarinnar. Bandaríkjamenn fengu aukinn kraft með þessu marki og reyndu hvað þeir gátu til þess að tryggja sér vítaspyrnukeppni. Þeir sköpuðu sér nokkur góð færi en tókst ekki að jafna og Belgar fögnuðu sigri og leik á móti Argentínu í átta liða úrslitunum. Aron Jóhannsson sat allan tímann á bekknum í þessum leik og er nú á heimleið frá Brasilíu eins og félagar hans í bandaríska landsliðinu. Tim Howard átti magnaðan leik í marki bandaríska liðsins og varði alls fimmtán skot frá Belgum en hann átti ekki svör við skotum Kevin De Bruyne og Romelu Lukaku í framlengingunni. Það tók Belga aðeins 40 sekúndur að komast í fyrsta færið í leiknum en Tim Howard varði þá frá Divock Origi sem slapp í gegn. Bandaríkjamenn voru oft með liðið sitt framarlega á vellinum í fyrri hálfleiknum sem opnaði fyrir margar hraðar skyndisóknir Belga sem sköpuðu nokkur góð færi fyrir Belga í fyrri hálfleiknum. Kevin De Bruyne var duglegur að búa til færi fyrir félaga sína og fékk einnig eitt mjög gott færi sjálfur. En ekkert mark leit þó dagsins ljós. Belgar tóku öll völd í seinni hálfleiknum og sköpuðu sér fjölda færa allan hálfleikinn. Divock Origi átti skalla í slána og hann lagði síðan upp gott færi fyrir Dries Mertens en skot hans fór framhjá. Origi var ekki hættur og fékk annað færi sem Tim Howard varði frábærlega. Howard var öflugur í marki bandaríska landsliðsins og varði mjög vel frá liðsfélag sínum í Everton-liðinu, Kevin Mirallas, á 76. mínútu leiksins. Howard varði líka vel frá Eden Hazard skömmu síðar og belgískt mark lá áfram í loftinu en leikmönnum liðsins virtist hreinlega fyrirmunað að koma boltanum framhjá þessum frábæra markverði. Belgar náðu ekki að skora og voru síðan heppnir að fá ekki á sig mark í blálokin. Chris Wondolowski kom inn á sem varamaður hjá bandaríska landsliðinu og hann fékk algjört dauðafæri í uppbótartíma leiksins en skaut yfir markið. Það tók Belga aðeins þrjár mínútur að skora í framlengingunni og þá urðu vonir bandaríska liðsins nánast að engu. Belgar bættu við öðru marki í lok fyrri hluta framlengingarinnar og útlitið var svart. Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska liðsins, setti Julian Green inná í upphafi seinni hluta framlengingarinnar en ekki Aron Jóhannsson. Hinn 19 ára gamli Green svaraði kallinu því hann var fljótur að stimpla sig með því minnka muninn í 2-1 á 106. mínútu. Stórsókn Bandaríkjamanna í lokin bar ekki árangur og Aron Jóhannsson og félagar þurftu því að sætta sig við það að HM-ævintýrið er úti að þessu sinni.1-0 Kevin De Bruyne.Vísir/Getty2-0 Romelu Lukaku.Vísir/Getty2-1 Julian GreenVísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira
Kevin De Bruyne og varamaðurinn Romelu Lukaku tryggðu Belgum 2-1 sigur á Bandaríkjamönnum í lokaleik sextán liða úrslita HM í fótbolta í Brasilíu í kvöld. Þetta var fimmti leikur sextán liða úrslitanna sem fór í framlengingu og annað kvöldið í röð þar sem þrjú mörk voru skoruð í framlengingu. Romelu Lukaku kom inná sem varamaður í upphafi framlengingar eftir að stórskotahríð Belga hafði ekki borið árangur. Lukaku átti þátt í marki Kevin De Bruyne eftir þriggja mínútna leik og Romelu Lukaku skoraði síðan annað markið eftir sendingu frá De Bruyne skömmu fyrir lok fyrri hluta framlengingarinnar. Táningurinn Julian Green minnkaði muninn í 2-1 í upphafi seinni hluta framlengingarinnar skömmu eftir að hafa komið inná sem varamaður og setti með því mikla spennu í lokakafla framlengingarinnar. Bandaríkjamenn fengu aukinn kraft með þessu marki og reyndu hvað þeir gátu til þess að tryggja sér vítaspyrnukeppni. Þeir sköpuðu sér nokkur góð færi en tókst ekki að jafna og Belgar fögnuðu sigri og leik á móti Argentínu í átta liða úrslitunum. Aron Jóhannsson sat allan tímann á bekknum í þessum leik og er nú á heimleið frá Brasilíu eins og félagar hans í bandaríska landsliðinu. Tim Howard átti magnaðan leik í marki bandaríska liðsins og varði alls fimmtán skot frá Belgum en hann átti ekki svör við skotum Kevin De Bruyne og Romelu Lukaku í framlengingunni. Það tók Belga aðeins 40 sekúndur að komast í fyrsta færið í leiknum en Tim Howard varði þá frá Divock Origi sem slapp í gegn. Bandaríkjamenn voru oft með liðið sitt framarlega á vellinum í fyrri hálfleiknum sem opnaði fyrir margar hraðar skyndisóknir Belga sem sköpuðu nokkur góð færi fyrir Belga í fyrri hálfleiknum. Kevin De Bruyne var duglegur að búa til færi fyrir félaga sína og fékk einnig eitt mjög gott færi sjálfur. En ekkert mark leit þó dagsins ljós. Belgar tóku öll völd í seinni hálfleiknum og sköpuðu sér fjölda færa allan hálfleikinn. Divock Origi átti skalla í slána og hann lagði síðan upp gott færi fyrir Dries Mertens en skot hans fór framhjá. Origi var ekki hættur og fékk annað færi sem Tim Howard varði frábærlega. Howard var öflugur í marki bandaríska landsliðsins og varði mjög vel frá liðsfélag sínum í Everton-liðinu, Kevin Mirallas, á 76. mínútu leiksins. Howard varði líka vel frá Eden Hazard skömmu síðar og belgískt mark lá áfram í loftinu en leikmönnum liðsins virtist hreinlega fyrirmunað að koma boltanum framhjá þessum frábæra markverði. Belgar náðu ekki að skora og voru síðan heppnir að fá ekki á sig mark í blálokin. Chris Wondolowski kom inn á sem varamaður hjá bandaríska landsliðinu og hann fékk algjört dauðafæri í uppbótartíma leiksins en skaut yfir markið. Það tók Belga aðeins þrjár mínútur að skora í framlengingunni og þá urðu vonir bandaríska liðsins nánast að engu. Belgar bættu við öðru marki í lok fyrri hluta framlengingarinnar og útlitið var svart. Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska liðsins, setti Julian Green inná í upphafi seinni hluta framlengingarinnar en ekki Aron Jóhannsson. Hinn 19 ára gamli Green svaraði kallinu því hann var fljótur að stimpla sig með því minnka muninn í 2-1 á 106. mínútu. Stórsókn Bandaríkjamanna í lokin bar ekki árangur og Aron Jóhannsson og félagar þurftu því að sætta sig við það að HM-ævintýrið er úti að þessu sinni.1-0 Kevin De Bruyne.Vísir/Getty2-0 Romelu Lukaku.Vísir/Getty2-1 Julian GreenVísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira