HM-draumur Arons og félaga á enda - Belgar unnu í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2014 14:45 Kevin De Bruyne fagnar marki sínu. Vísir/Getty Kevin De Bruyne og varamaðurinn Romelu Lukaku tryggðu Belgum 2-1 sigur á Bandaríkjamönnum í lokaleik sextán liða úrslita HM í fótbolta í Brasilíu í kvöld. Þetta var fimmti leikur sextán liða úrslitanna sem fór í framlengingu og annað kvöldið í röð þar sem þrjú mörk voru skoruð í framlengingu. Romelu Lukaku kom inná sem varamaður í upphafi framlengingar eftir að stórskotahríð Belga hafði ekki borið árangur. Lukaku átti þátt í marki Kevin De Bruyne eftir þriggja mínútna leik og Romelu Lukaku skoraði síðan annað markið eftir sendingu frá De Bruyne skömmu fyrir lok fyrri hluta framlengingarinnar. Táningurinn Julian Green minnkaði muninn í 2-1 í upphafi seinni hluta framlengingarinnar skömmu eftir að hafa komið inná sem varamaður og setti með því mikla spennu í lokakafla framlengingarinnar. Bandaríkjamenn fengu aukinn kraft með þessu marki og reyndu hvað þeir gátu til þess að tryggja sér vítaspyrnukeppni. Þeir sköpuðu sér nokkur góð færi en tókst ekki að jafna og Belgar fögnuðu sigri og leik á móti Argentínu í átta liða úrslitunum. Aron Jóhannsson sat allan tímann á bekknum í þessum leik og er nú á heimleið frá Brasilíu eins og félagar hans í bandaríska landsliðinu. Tim Howard átti magnaðan leik í marki bandaríska liðsins og varði alls fimmtán skot frá Belgum en hann átti ekki svör við skotum Kevin De Bruyne og Romelu Lukaku í framlengingunni. Það tók Belga aðeins 40 sekúndur að komast í fyrsta færið í leiknum en Tim Howard varði þá frá Divock Origi sem slapp í gegn. Bandaríkjamenn voru oft með liðið sitt framarlega á vellinum í fyrri hálfleiknum sem opnaði fyrir margar hraðar skyndisóknir Belga sem sköpuðu nokkur góð færi fyrir Belga í fyrri hálfleiknum. Kevin De Bruyne var duglegur að búa til færi fyrir félaga sína og fékk einnig eitt mjög gott færi sjálfur. En ekkert mark leit þó dagsins ljós. Belgar tóku öll völd í seinni hálfleiknum og sköpuðu sér fjölda færa allan hálfleikinn. Divock Origi átti skalla í slána og hann lagði síðan upp gott færi fyrir Dries Mertens en skot hans fór framhjá. Origi var ekki hættur og fékk annað færi sem Tim Howard varði frábærlega. Howard var öflugur í marki bandaríska landsliðsins og varði mjög vel frá liðsfélag sínum í Everton-liðinu, Kevin Mirallas, á 76. mínútu leiksins. Howard varði líka vel frá Eden Hazard skömmu síðar og belgískt mark lá áfram í loftinu en leikmönnum liðsins virtist hreinlega fyrirmunað að koma boltanum framhjá þessum frábæra markverði. Belgar náðu ekki að skora og voru síðan heppnir að fá ekki á sig mark í blálokin. Chris Wondolowski kom inn á sem varamaður hjá bandaríska landsliðinu og hann fékk algjört dauðafæri í uppbótartíma leiksins en skaut yfir markið. Það tók Belga aðeins þrjár mínútur að skora í framlengingunni og þá urðu vonir bandaríska liðsins nánast að engu. Belgar bættu við öðru marki í lok fyrri hluta framlengingarinnar og útlitið var svart. Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska liðsins, setti Julian Green inná í upphafi seinni hluta framlengingarinnar en ekki Aron Jóhannsson. Hinn 19 ára gamli Green svaraði kallinu því hann var fljótur að stimpla sig með því minnka muninn í 2-1 á 106. mínútu. Stórsókn Bandaríkjamanna í lokin bar ekki árangur og Aron Jóhannsson og félagar þurftu því að sætta sig við það að HM-ævintýrið er úti að þessu sinni.1-0 Kevin De Bruyne.Vísir/Getty2-0 Romelu Lukaku.Vísir/Getty2-1 Julian GreenVísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Fleiri fréttir Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Sjá meira
Kevin De Bruyne og varamaðurinn Romelu Lukaku tryggðu Belgum 2-1 sigur á Bandaríkjamönnum í lokaleik sextán liða úrslita HM í fótbolta í Brasilíu í kvöld. Þetta var fimmti leikur sextán liða úrslitanna sem fór í framlengingu og annað kvöldið í röð þar sem þrjú mörk voru skoruð í framlengingu. Romelu Lukaku kom inná sem varamaður í upphafi framlengingar eftir að stórskotahríð Belga hafði ekki borið árangur. Lukaku átti þátt í marki Kevin De Bruyne eftir þriggja mínútna leik og Romelu Lukaku skoraði síðan annað markið eftir sendingu frá De Bruyne skömmu fyrir lok fyrri hluta framlengingarinnar. Táningurinn Julian Green minnkaði muninn í 2-1 í upphafi seinni hluta framlengingarinnar skömmu eftir að hafa komið inná sem varamaður og setti með því mikla spennu í lokakafla framlengingarinnar. Bandaríkjamenn fengu aukinn kraft með þessu marki og reyndu hvað þeir gátu til þess að tryggja sér vítaspyrnukeppni. Þeir sköpuðu sér nokkur góð færi en tókst ekki að jafna og Belgar fögnuðu sigri og leik á móti Argentínu í átta liða úrslitunum. Aron Jóhannsson sat allan tímann á bekknum í þessum leik og er nú á heimleið frá Brasilíu eins og félagar hans í bandaríska landsliðinu. Tim Howard átti magnaðan leik í marki bandaríska liðsins og varði alls fimmtán skot frá Belgum en hann átti ekki svör við skotum Kevin De Bruyne og Romelu Lukaku í framlengingunni. Það tók Belga aðeins 40 sekúndur að komast í fyrsta færið í leiknum en Tim Howard varði þá frá Divock Origi sem slapp í gegn. Bandaríkjamenn voru oft með liðið sitt framarlega á vellinum í fyrri hálfleiknum sem opnaði fyrir margar hraðar skyndisóknir Belga sem sköpuðu nokkur góð færi fyrir Belga í fyrri hálfleiknum. Kevin De Bruyne var duglegur að búa til færi fyrir félaga sína og fékk einnig eitt mjög gott færi sjálfur. En ekkert mark leit þó dagsins ljós. Belgar tóku öll völd í seinni hálfleiknum og sköpuðu sér fjölda færa allan hálfleikinn. Divock Origi átti skalla í slána og hann lagði síðan upp gott færi fyrir Dries Mertens en skot hans fór framhjá. Origi var ekki hættur og fékk annað færi sem Tim Howard varði frábærlega. Howard var öflugur í marki bandaríska landsliðsins og varði mjög vel frá liðsfélag sínum í Everton-liðinu, Kevin Mirallas, á 76. mínútu leiksins. Howard varði líka vel frá Eden Hazard skömmu síðar og belgískt mark lá áfram í loftinu en leikmönnum liðsins virtist hreinlega fyrirmunað að koma boltanum framhjá þessum frábæra markverði. Belgar náðu ekki að skora og voru síðan heppnir að fá ekki á sig mark í blálokin. Chris Wondolowski kom inn á sem varamaður hjá bandaríska landsliðinu og hann fékk algjört dauðafæri í uppbótartíma leiksins en skaut yfir markið. Það tók Belga aðeins þrjár mínútur að skora í framlengingunni og þá urðu vonir bandaríska liðsins nánast að engu. Belgar bættu við öðru marki í lok fyrri hluta framlengingarinnar og útlitið var svart. Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska liðsins, setti Julian Green inná í upphafi seinni hluta framlengingarinnar en ekki Aron Jóhannsson. Hinn 19 ára gamli Green svaraði kallinu því hann var fljótur að stimpla sig með því minnka muninn í 2-1 á 106. mínútu. Stórsókn Bandaríkjamanna í lokin bar ekki árangur og Aron Jóhannsson og félagar þurftu því að sætta sig við það að HM-ævintýrið er úti að þessu sinni.1-0 Kevin De Bruyne.Vísir/Getty2-0 Romelu Lukaku.Vísir/Getty2-1 Julian GreenVísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Fleiri fréttir Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn