Innlent

Ljósastaurar fá að kenna á vafasömum ökumönnum

Gissur Sigurðsson skrifar
Lögregla þurfti að hafa afskipti af vafasömum ökumönnum í nótt, sem höfðu ekið á ljósastaura.
Lögregla þurfti að hafa afskipti af vafasömum ökumönnum í nótt, sem höfðu ekið á ljósastaura.
Ökumaður, sem var undir áhrifum margvíslegra fíkniefna, missti stjórn á bíl sínum í Ártúnsbrekku í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á ljósastaur.

Ökumaðurinn slapp ómeiddur en fjarlægja þurfti bílinn með dráttarbíl. Upp úr miðnætti var svo öðrum bíl ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut við aðrein að Ártúnsbrekku og var höggið svo mikið að staurinn féll og þurfti að kalla út starfsmenn Orkuveitunnar til að aftengja hann. Ökumaðurinn slapp ómeiddur, en hann var réttindalaus og bíllinn ótryggður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×