Innlent

Hönnunarsamningur fyrir hjúkrunarheimili undirritaður

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá undirrituninni í gær.
Frá undirrituninni í gær. MYND/AÐSEND
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness og Þorvarður L. Björgvinsson, framkvæmdastjóri Arkís arkitekta, undirrituðu í gær ráðgjafa- og hönnunarsamning fyrir 40 rýma hjúkrunarheimili sem rísa mun á Seltjarnarnesi á næstu misserum.

Í tilkynningu frá bæjarfélaginu segir að bygging hjúkrunarheimilsins marki tímamót í byggingarsögu Seltjarnarness. „Á heimilinu verður lögð áhersla á að umhverfi og aðbúnaður líkist sem mest hefðbundnum einkaheimilum þar sem ólíkum þörfum heimilisfólks er mætt,“ segir í tilkynningunni og að byggingin verði á einni hæð og án stiga. Forsendur byggingarinnar eigi einnig að grundvallast á stefnu og viðmiðum velferðarráðuneytisins í öldrunarmálum.

Á myndinni má sjá í fremri röð þau Þorvarð L. Björgvinsson framkvæmdastjóri Arkís og Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra Seltjarnarness sem undirrituðu samninginn. Fyrir aftan standa Gísli Hermannsson sviðsstjóri umhverfissviðs Seltjarnarness, Björn Guðbrandsson arkitekt hjá Arkís, Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri Seltjarnarness og Þórður Ólafur Búason skipulags- og byggingarfulltrúi Seltjarnarness. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×