Innlent

Mikill meirihluti innflytjenda finnur fyrir fordómum á Íslandi

Höskuldur Kári Schram skrifar
Rúmlega sjötíu prósent innflytjenda hér á landi hafa upplifað fordóma í sinn garð samkvæmt rannsókn sem Fjölmenningarsetur vann í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands og Félagsvísindastofnun HÍ. Tekjur innflytjenda eru töluvert undir meðaltekjum Íslendinga og þá býr nærri helmingur á leigumarkaði.

Í skýrslunni kemur fram að 11 prósent innflytjenda segjast oft hafa mætt fordómum hér landi, 37 prósent segjast stundum hafa upplifað slíkt og 23 prósent í örfá skipti. Rúmlega fjórðungur, eða 28 prósent, segist aldrei hafa upplifað fordóma.

„Það er stór hluti sem er á leigumarkaði og býr í litlu og ódýru húsnæði eða um 50 prósent sem er mun hærra hlutfall en gengur og gerist meðal fólks á Íslandi. Mjög margir hafa orðið varir við fordóma í samskiptum sínum við hið opinbera til dæmis í leik- og grunnskólum og einnig í verslunum,“ segir Rúnar Helgi Haraldsson sérfræðingur hjá Fjölmenningarsetri og annar skýrsluhöfunda.

Hvernig birtast þessir fordómar?

„Þeir birtast meðal annars í lélegri þjónustu, athugasemdum og öðru slíku,“ segir Rúnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×