Innlent

Matvæli ódýrari á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum

Gissur Sigurðsson skrifar
Sé miðað við matvælaverð á Evrópska efnahagssvæðinu er það hátt á Íslandi, þó hærra sé á öðrum Norðurlöndum.
Sé miðað við matvælaverð á Evrópska efnahagssvæðinu er það hátt á Íslandi, þó hærra sé á öðrum Norðurlöndum.
Matvælaverð á Íslandi er lægra en á hinum Noðrurlöndunum, þrátt fyrir að vera vel yfir meðallagi í öllum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu, samkvæmt nýrri könnun Eurostat.

Bændablaðið slær þessum tíðindum upp á forsíðu í dag en meðaltal á öllum vörum og þjónustu er sett á vílsitöluna hundrað. Vísitalan fyrri Ísland er vel yfir meðaltalinu, eða 112, en Noregur og Sviss toppa þennan lista svo um munar, bæði löndin með 155 stig, eða 55 stig yfir meðallaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×