Innlent

Láru óheimilt að láta bankann borga fyrir Má

Gissur Sigurðsson skrifar
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri. gva
Lára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, hafði ekki heimild til að láta bankann greiða málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra vegna málssóknar hans á hendur bankanum.

Þetta er samkvæmt niðurstöðu Ríkisendurskoðunar, sem kynnt var á bankaráðsfundi í gærkvöldi. Lára ákvað þetta án þess að bera það undir bankaráð, en Ríkisendurskoðun segir slíkt  einsdæmi. Morgunblaðið hefur það eftir Jóni Helga Egilssyni varaformanni bankaráðs, að engin ákvörðun hafi verið tekin um viðbrögð á fundinum í gærkvöldi en að málið verði tekið nánar fyrir á næsta bankaráðsfundi, sem haldinn verður innan fárra daga.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×