Innlent

Skipar stýrihóp um framkvæmd EES-samningsins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Vísir/GVA
Forsætisráðherra hefur í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum sem samþykkt var í ríkisstjórn 11. mars sl. skipað stýrihóp um framkvæmd EES-samningsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Fram kemur í tilkynningunni að nú séu hátt í 700 lagagerðir sem bíði upptöku í EES-samninginn.

Ein af þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin samþykkti að grípa til var að setja á fót stýrihóp um framkvæmd EES-samningsins undir forystu forsætisráðuneytis með þátttöku fulltrúa ráðuneyta og skrifstofu Alþingis.

„Markmiðið er að greina flöskuhálsa í ferli EES-mála frá upphafi þeirra á vettvangi Evrópusambandsins til loka við innleiðingu í landsrétt. Hópnum er ætlað að skila tillögum til úrbóta varðandi einstaka þætti ferlisins. Þannig sé framkvæmd EES-samningsins sem skilvirkust og um leið svigrúm skapað til að beina kröftum í auknum mæli að snemmgreiningu löggjafar á vettvangi EES og forgangsröðun þannig að gripið sé til samræmdra viðbragða í stærri hagsmunamálum,“ segir í tilkynningunni.

Í stýrihópnum eiga sæti;

Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri forsætisráðuneytinu, sem gegnir formennsku í hópnum.

Erla Sigríður Gestsdóttir, sérfræðingur

Hafdís Ólafsdóttir, skrifstofustjóri

Þorgeir Ólafsson, sérfræðingur

Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri

Kjartan Ingvarsson, sérfræðingur

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, skrifstofustjóri

Bryndís Kjartansdóttir, skrifstofustjóri

Sesselja Sigurðardóttir, nefndarritari utanríkismálanefndar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×