Lögregluhundurinn Buster verður ekki aflífaður eftir að hafa bitið dreng Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. júlí 2014 13:23 Buster hefur verið settur í skapgerðarmat. Hann er af springer spaniel kyni, eins og hundurinn á myndinni. Lögregluhundurinn Buster, sem er af springer spaniel kyni, beit sjö ára dreng á tjaldstæði í grennd við Reykholt um síðustu helgi. Umsjónarmaður hundsins var með hann í ferðalagi og var Buster bundinn við fellihýsi. Mörg börn voru á svæðinu, samkvæmt heimildum Vísis, og glefasði Buster í sjö ára dreng sem kom að hundinum.. Umsjónarmaður hundsins hringdi sjálfur á lögregluna á Selfossi sem kom á vettvang og tók hundinn með sér. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi verður Buster ekki aflífaður, en fer í skapgerðarmat og þarf að vera með múl á meðan.Ekki krafa um aflífun Að sögn lögreglunnar á Selfossi gerðu foreldrar drengsins ekki þá kröfu að hundurinn yrði aflífaður. Foreldrarnir fóru fram á að öryggi barna yrði tryggt í kringum hundinn framvegis. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru afar skýra verklagsreglur yfir bit af þessu tagi og er málið í slíku ferli. Bit lögregluhunds eru litin alvarlegum augum, að sögn Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns. „Í þessu tilviki voru áverkarnir ekki miklir. Þetta voru að mestu húðrispur en ein tönnin blóðgaði drenginn.“ Oddur segir lögregluna svo fylgjast með drengnum. „Við munum heyra í foreldrum hans í lok vikunnar og sjá hvernig honum líður. Foreldrunum þótti ekki ástæða til að fara með drenginn . Það er aldrei farsælt þegar hundur bítur og við munum fylgjast vel með málum,“ segir hann. Buster fer í skapgerðarmat og verður með múl á meðan það fer fram. „Hann heldur vinnu sinni, að minnsta kosti fyrst um sinn,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.Tilkynning lögreglu Í kjölfar fyrirspurnar Vísis um málið sendi lögreglan frá sér tilkynningu sem hljóðar svo:Fíkniefnaleitarhundurinn Buster glefsar í barn. Laugardaginn 28. júní s.l. varð það óhapp að fíkniefnaleitarhundurin Buster glefsaði í barn sem kom að honum þar sem hann var bundinn við fellihýsi umsjónarmanns síns á tjaldsvæði í Árnessýslu en lögreglumaðurinn sem hefur umsjón með hundinum var þar í útilegu með fjölskyldu sína. Barnið sem um ræðir er fætt árið 2006 og meiddist á hönd þannig að húðrispur hlutust af og úr a.m.k. einni þeirra blæddi. Foreldrar barnsins mátu málið þannig, eftir að hafa ráðfært sig við heilbrigðisstarfsmenn, að ekki væri tilefni til að leita með barnið til læknis. Í samtali yfirlögregluþjóns við föður barnsins að kvöldi sama dags og aftur í dag kom fram að ekki væri að sjá annað en að barnið hefði náð sér að fullu. Buster bíður hinsvegar þess að fram fari sérstakt skapgerðarmat á honum en fram að því verður hann að sætta sig við að bera múl eða körfu til öryggis. Hann heldur vinnunni a.m.k. fyrst um sinn. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Lögregluhundurinn Buster, sem er af springer spaniel kyni, beit sjö ára dreng á tjaldstæði í grennd við Reykholt um síðustu helgi. Umsjónarmaður hundsins var með hann í ferðalagi og var Buster bundinn við fellihýsi. Mörg börn voru á svæðinu, samkvæmt heimildum Vísis, og glefasði Buster í sjö ára dreng sem kom að hundinum.. Umsjónarmaður hundsins hringdi sjálfur á lögregluna á Selfossi sem kom á vettvang og tók hundinn með sér. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi verður Buster ekki aflífaður, en fer í skapgerðarmat og þarf að vera með múl á meðan.Ekki krafa um aflífun Að sögn lögreglunnar á Selfossi gerðu foreldrar drengsins ekki þá kröfu að hundurinn yrði aflífaður. Foreldrarnir fóru fram á að öryggi barna yrði tryggt í kringum hundinn framvegis. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru afar skýra verklagsreglur yfir bit af þessu tagi og er málið í slíku ferli. Bit lögregluhunds eru litin alvarlegum augum, að sögn Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns. „Í þessu tilviki voru áverkarnir ekki miklir. Þetta voru að mestu húðrispur en ein tönnin blóðgaði drenginn.“ Oddur segir lögregluna svo fylgjast með drengnum. „Við munum heyra í foreldrum hans í lok vikunnar og sjá hvernig honum líður. Foreldrunum þótti ekki ástæða til að fara með drenginn . Það er aldrei farsælt þegar hundur bítur og við munum fylgjast vel með málum,“ segir hann. Buster fer í skapgerðarmat og verður með múl á meðan það fer fram. „Hann heldur vinnu sinni, að minnsta kosti fyrst um sinn,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.Tilkynning lögreglu Í kjölfar fyrirspurnar Vísis um málið sendi lögreglan frá sér tilkynningu sem hljóðar svo:Fíkniefnaleitarhundurinn Buster glefsar í barn. Laugardaginn 28. júní s.l. varð það óhapp að fíkniefnaleitarhundurin Buster glefsaði í barn sem kom að honum þar sem hann var bundinn við fellihýsi umsjónarmanns síns á tjaldsvæði í Árnessýslu en lögreglumaðurinn sem hefur umsjón með hundinum var þar í útilegu með fjölskyldu sína. Barnið sem um ræðir er fætt árið 2006 og meiddist á hönd þannig að húðrispur hlutust af og úr a.m.k. einni þeirra blæddi. Foreldrar barnsins mátu málið þannig, eftir að hafa ráðfært sig við heilbrigðisstarfsmenn, að ekki væri tilefni til að leita með barnið til læknis. Í samtali yfirlögregluþjóns við föður barnsins að kvöldi sama dags og aftur í dag kom fram að ekki væri að sjá annað en að barnið hefði náð sér að fullu. Buster bíður hinsvegar þess að fram fari sérstakt skapgerðarmat á honum en fram að því verður hann að sætta sig við að bera múl eða körfu til öryggis. Hann heldur vinnunni a.m.k. fyrst um sinn.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira