Innlent

Hnífsdalsvegur enn lokaður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flóðið mun vera 40 til 60 metra á breidd.
Flóðið mun vera 40 til 60 metra á breidd. mynd/hafþór
Aurflóð féll niður Eyrarhlíðina og yfir Hnífsdalsveg þannig að hann lokaðist í morgun.

Samkvæmt lögreglunni á Ísafirði er vegurinn enn lokaður og nú sé unnið hörðum höndum að því að ryðja veginn. Enn er nokkur hætta á fleiri aurskriðum og því verður staðan endurmetin síðar í dag. 

Flóðið mun vera 40 til 60 metra á breidd en ekki er ljóst hvenær vegurinn verður opnaður á ný.

Gríðarleg úrkoma hefur verið undanfarinn sólarhring á Vestfjörðum en Hafþór Gunnarsson tók meðfylgjandi myndir af svæðinu fyrir fréttastofu 365.

mynd/hafþór
mynd/hafþór
mynd/hafþór
mynd/hafþór

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×