Innlent

Leikskólakennarar samþykkja nýjan kjarasamning

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haraldur Freyr Gíslason er formaður Félags leikskólakennara.
Haraldur Freyr Gíslason er formaður Félags leikskólakennara. VÍSIR/VALLI
Félagar í Félagi leikskólakennara hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hófst 27. júní síðastliðinn og lauk klukkan 12 í dag, 3. júlí.

Kjarasamningur Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga var undirritaður í húsakynnum Ríkissáttasemjara að kvöldi 16. júní síðastliðinn. Kjarasamningurinn er til eins árs, gildir frá 1. júní 2014 til 31. maí 2015.

Úrslit atkvæðagreiðslunnar:

Á kjörskrá voru 1.926

Atkvæði greiddu 1.334 eða 69,3%

Já sögðu 1.041 eða 78%

Nei sögðu 276 eða 20,7

Auðir 17 eða 1,3%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×