Innlent

Búið að opna Hnífsdalsveg

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/hafþór
Búið er að opna veginn um Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Aurflóð féll niður Eyrarhlíðina og yfir Hnífsdalsveg þannig að hann lokaðist í morgun.

Flóðið mun hafa verið 40 til 60 metra á breidd en gríðarleg úrkoma hefur verið undanfarinn sólarhring á Vestfjörðum.

Í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra segir:

Hnífsdalsvegur hefur verið opnaður á ný. En nokkur aurflóð féllu yfir veginn í morgun og fyrr í dag. Vegfarendur eru þó beðnir um að aka veginn með sérstakri varúð.

Áfram má búast við slagviðri á landinu og er fólk beðið um að fykgjast vel með veðri og færð áður en haldið er af stað til ferðalaga.


Tengdar fréttir

Hnífsdalsvegur enn lokaður

Aurflóð féll niður Eyrarhlíðina og yfir Hnífsdalsveg þannig að hann lokaðist í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×