Sagði augljóst að gögn um dauðatíma hvala yrðu birt Svavar Hávarðsson skrifar 4. júlí 2014 07:00 Almenningur mun að óbreyttu ekki fá upplýsingar um veiðiaðferðir á hval, en það er eitt helsta deilumálið vegna veiðanna. Fréttablaðið/Anton Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, fullyrti í vetur að niðurstöður rannsókna á dauðatíma hvala yrðu birtar hverjum þeim sem þær vildu sjá, enda verið að safna upplýsingum í opinberum tilgangi. Hann segist enn þeirrar skoðunar að birta eigi niðurstöðurnar. Hvort tveggja gengur þvert á svar hans við fyrirspurn á Alþingi sem birt var um mánaðarmótin. „Þær upplýsingar sem koma munu út úr þessum leiðangri verða án efa aðgengilegar, til þess er þetta gert. Verið er að safna upplýsingunum í opinberum tilgangi og því verða þær gerðar aðgengilegar og menn upplýstir um málið sem það vilja, þannig að ég tel að það sé nú bara nokkuð augljóst,“ sagði Sigurður Ingi í þingræðu 7. apríl síðastliðinn. Edward H. Huijbens, þingmaður Vinstri grænna, spurði þá ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma: „Verða þessar upplýsingar aðilanna birtar opinberlega svo almenningur geti kynnt sér þær og í framhaldinu lagt mat á hvort aðferðirnar séu mannúðlegar eða ekki?“ Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær verða rannsóknarniðurstöður um dauðatíma hvala í veiðum við Ísland ekki birtar almenningi. Vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins til Sigurðar Inga í gær var þeim skilaboðum frá ráðherra komið til skila að hann væri enn þeirrar skoðunar að birta ætti upplýsingarnar „á einhverjum tímapunkti“, hins vegar hafi hann ekki vitað að aðkomu Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO), sem vinnur rannsóknina í samstarfi við Fiskistofu. Að sögn Eyþórs Björnssonar fiskistofustjóra hafa sambærilegar upplýsingar ekki verið gerðar opinberar í Noregi og „á þessum tímapunkti sjáum við ekki frekar ástæðu til að gera það hér,“ sagði Eyþór í viðtali við Fréttablaðið á miðvikudag. Engar vísindalegar upplýsingar eru til um dauðatíma hvala í hvalveiðum við Ísland - en þá er átt við hversu lengi það tekur dýrið að deyja eftir að það er skotið. Hvorki Hafrannsóknastofnun né Fiskistofa hafa hingað til safnað slíkum gögnum. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í apríl - og var ástæða fyrirspurnar Edwards. Þá liggur fyrir að 73 prósent Íslendinga telja mikilvægt að hvalveiðar séu mannúðlegar. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar Capacent Gallup sem dýravelferðarsamtökin International Fund for Animal Welfare (IFAW). Í könnuninni kemur jafnfram fram að 59,3% Íslendinga telja að hvalveiðar fari fram á mannúðlegan hátt. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, fullyrti í vetur að niðurstöður rannsókna á dauðatíma hvala yrðu birtar hverjum þeim sem þær vildu sjá, enda verið að safna upplýsingum í opinberum tilgangi. Hann segist enn þeirrar skoðunar að birta eigi niðurstöðurnar. Hvort tveggja gengur þvert á svar hans við fyrirspurn á Alþingi sem birt var um mánaðarmótin. „Þær upplýsingar sem koma munu út úr þessum leiðangri verða án efa aðgengilegar, til þess er þetta gert. Verið er að safna upplýsingunum í opinberum tilgangi og því verða þær gerðar aðgengilegar og menn upplýstir um málið sem það vilja, þannig að ég tel að það sé nú bara nokkuð augljóst,“ sagði Sigurður Ingi í þingræðu 7. apríl síðastliðinn. Edward H. Huijbens, þingmaður Vinstri grænna, spurði þá ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma: „Verða þessar upplýsingar aðilanna birtar opinberlega svo almenningur geti kynnt sér þær og í framhaldinu lagt mat á hvort aðferðirnar séu mannúðlegar eða ekki?“ Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær verða rannsóknarniðurstöður um dauðatíma hvala í veiðum við Ísland ekki birtar almenningi. Vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins til Sigurðar Inga í gær var þeim skilaboðum frá ráðherra komið til skila að hann væri enn þeirrar skoðunar að birta ætti upplýsingarnar „á einhverjum tímapunkti“, hins vegar hafi hann ekki vitað að aðkomu Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO), sem vinnur rannsóknina í samstarfi við Fiskistofu. Að sögn Eyþórs Björnssonar fiskistofustjóra hafa sambærilegar upplýsingar ekki verið gerðar opinberar í Noregi og „á þessum tímapunkti sjáum við ekki frekar ástæðu til að gera það hér,“ sagði Eyþór í viðtali við Fréttablaðið á miðvikudag. Engar vísindalegar upplýsingar eru til um dauðatíma hvala í hvalveiðum við Ísland - en þá er átt við hversu lengi það tekur dýrið að deyja eftir að það er skotið. Hvorki Hafrannsóknastofnun né Fiskistofa hafa hingað til safnað slíkum gögnum. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í apríl - og var ástæða fyrirspurnar Edwards. Þá liggur fyrir að 73 prósent Íslendinga telja mikilvægt að hvalveiðar séu mannúðlegar. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar Capacent Gallup sem dýravelferðarsamtökin International Fund for Animal Welfare (IFAW). Í könnuninni kemur jafnfram fram að 59,3% Íslendinga telja að hvalveiðar fari fram á mannúðlegan hátt.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira