Innlent

Fjallabræður troða upp í vita

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjallabræður og Akranesviti.
Fjallabræður og Akranesviti.
Írskir dagar verða settir á Akranesi í dag með Hálandaleikunum. Þétt dagskrá er út helgina.

Kórinn Fjallabræður, sem telur um fjörutíu karla, treður upp við sérstakar aðstæður í kvöld. Vettvangurinn er Akranesviti þar sem söngvararnir munu koma sér fyrir og syngja fyrir gesti utan við vitann.

Kórinn var stofnaður fyrir átta árum en nokkrir af meðlimum kórsins eru ofan af Skaga. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 19:30.

Heilmikil dagskrá verður fram á sunnudag þar sem kennir ýmissa grasa. Keppni um rauðhærðasta Íslendinginn, bryggjusund og tónlistarkeppni er meðal þess sem boðið er upp á. Dagskrána í heild sinni má sjá hér.

Þá verður söngvakeppnin Partýljónið á Gamla Kaupfélaginu í kvöld. Þar taka þátttakendur upp fjögurra mínútna myndband af eigin flutningi við stuðlag og setja á Fésbókarsíðu Írskra daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×