Innlent

Aurskriða náðist á myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkrar aurskriður féllu á Hnífsdalsveg á milli Ísafjarðar og Hnífsdals í morgun. Þorgils Gunnarsson náði einni slíkri á myndband sem sjá má hér að ofan.Vegurinn lokaðist um tíma en fyrsta skriðan var um 40 til 60 metrar að breidd samkvæmt Hlyni Snorrasyni yfirlögregluþjóni á Ísafirði. Gríðarleg úrkoma hafði verið á Vestfjörðum í sólarhring áður en skriðan féll, en töluvert hefur dregið úr rigningu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.