Innlent

Allt á floti í fjölbýlishúsi

Gissur Sigurðsson skrifar
Slökkvilið stóð í ströngu en kaldavatnsslanga í þvottahúsi á efstu hæð sprakk og vatn lak niður þrjár hæðir og inn í að minnsta kosti 20 íbúðir.
Slökkvilið stóð í ströngu en kaldavatnsslanga í þvottahúsi á efstu hæð sprakk og vatn lak niður þrjár hæðir og inn í að minnsta kosti 20 íbúðir. visir/Vilhelm
Sex slökkviliðsmenn á tveimur dælubílum unnu í morgun hörðum höndum við að dæla vatni út úr stóru húsi við Hafnarbraut 11, í grennd við höfnina í Kópavogi, þar sem búið er að innrétta 38 íbúðir.

Slökkviliðinu barst tilkynning um málið klukkan hálf sex í morgun og þegar það kom á vettvang kom í ljós að kaldavatnsslanga í þvottahúsi á efstu hæð hafði sprungið og vatn lekið niður þrjár hæðir og inn í að minnsta kosti 20 íbúðir. Slökkviliðsmenn stöðvuðu þegar vatnrennslið og hófu dælingu. 

Að sögn slökkviliðsins er þegar ljóst að mikið tjón hefur hlotist af en fulltrúar tryggingafélaga eru nú komnir á vettvang til að meta stöðuna og hvernig íbúunum verður ráðstafað, en búið er í öllum íbúðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×