Innlent

Hnífamenn á Nesinu

Gissur Sigurðsson skrifar
Næturlíf Reykjavíkurborgar, en í nótt var kona slegin í andlitið af manni sem var í annarlegu ástandi.
Næturlíf Reykjavíkurborgar, en í nótt var kona slegin í andlitið af manni sem var í annarlegu ástandi. visir/hari
Tveir karlmenn í annarlegu ástandi, annar á þrítugsaldri og hinn tíu árum eldri, voru handteknir á Seltjarnarnesi laust fyrir miðnætti eftir að þeir höfðu veitt þriðja manninum áverka í andliti og höndum með hnífi. Sá leitaði aðstoðar á slysadeild Landsspítalans, en árásarmennirnir gista fangageymslur.

Þá var kona slegin í andlitið þegar hún var á gangi eftir Laugaveginum laust fyrir klukkan tvö í nótt. Skömmu síðar handtóku lögreglumenn árásarmanninn, sem veitti kröftuga mótspyrnu, áður en hann var yfirbugaður. Hann var í annarlegu ástandi og gistir fangageymslur. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort konan meiddist alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×