Innlent

Áætlanir skemmtiferðaskipa riðlast

Gissur Sigurðsson skrifar
Skemmtiferðaskipin fara framhjá Ísafirði vegna veðurs.
Skemmtiferðaskipin fara framhjá Ísafirði vegna veðurs.
Bræla á miðunum umhverfis landið að undanförnu er farin að hafa áhrif á áætlanir skemmtiferðaskipa og hafa nokkur þeirra hætt við viðkomu á höfnum á landsbyggðinni.

Þannig hætti skipstjórinn á Óríönu við að sigla frá Akureyri vestur um til Ísafjarðar á leið til Reykjavíkur í gærkvöldi, og hélt þess í stað aftur austur fyrir land áleiðis til Reykjavíkur og er þetta annað skipið á nokkrum dögum sem hættir við viðkomu á Ísafirði vegna veðurs. Þá hefur komu nokkurra skemmtiferðaskipa seinkað vegna óveðurs á leiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×