Innlent

Framúrskarandi kennarar verðlaunaðir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá afhendingunni í gær.
Frá afhendingunni í gær. MYND/AÐSEND
Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir verðlaunafhendingu í gær þar sem fimm grunn- og framhaldsskólakennarar voru verðlaunaðir fyrir framúrskarandi störf.

Verðlaunin eru afrakstur kynningarátakisins „Hafðu áhrif“ sem Háskóli Íslands stóð fyrir í maímánuði. Á heimasíðu átaksins www.hafduahrif.is sögðu þjóðþekktir Íslendingar frá þeim kennara sem mest áhrif hafði haft á líf viðkomandi í stuttum myndböndum.

Í átakinu gafst almenningi jafnframt kostur á að senda inn tilnefningu um þann kennara sem mest áhrif hafði haft á hvern og einn. Á fimmta hundruð kennara voru tilnefndir af um það bil tvö þúsund manns.

Valnefnd fór svo yfir tilnefningar og umsagnir og valdi í kjölfarið fimm kennara sem viðurkenninguna hlutu.

Þeir kennarar sem verðlaun fengu voru: 

Anna Steinunn Valdimarsdóttir, Laugalækjarskóla.

Björk Þorgeirsdóttir, Kvennaskólanum.

Guðmundur Stefán Gíslason, Fjölbrautarskólanum Garðabæ.

Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Keili. 

Hörður Ríkharðsson, Blönduskóla.



Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá Kristínu Ingólfsdóttur rektor Háskóla Íslands, Hrafnhildi Jóhannesdóttur, Guðmund Stefán Gíslason, Hörð Ríkharðsson, Björk Þorgeirsdóttur, Steinunni Mörtu Jónsdóttur sem tók við verðlaunum fyrir Önnu Steinunni Valdimarsdóttur og Jóhönnu Einarsdóttur forseta Menntavísindasviðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×