Fótbolti

Svíþjóð: Jafnt í Íslendingaslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/svenskefans
Fjórir Íslendingar voru í eldlínunni í sænska boltanum í dag, en þrír leikir fóru fram í úrvalsdeildinni þar í landi.

Falkenbergs og Halmstad gerðu 1-1 jafntefli í Íslendingaslag. Halmstad komst yfir eftir 53. mínútu, en Falkenbergs jafnaði sex mínútum síðar.

Kristinn Steindórsson og Guðjón Baldvinsson spiluðu allan leikinn fyrir Halmstad, en Halldór Orri Björnsson var tekinn af velli níu mínútum fyrir leikslok hjá Falkenbergs.

Eftir leikinn situr Halmstad í fimmtánda sæti af sextán liðum með tíu stig, en Falkenbergs er þremur sætum ofan með þremur stigum meira.

Guðmann Þórisson kom inná sem varamaður í uppbótartíma hjá Mjallby í 2-1 tapi gegn Kalmar sem fór með sigrinum í annað sætið. Mjallby er í fjórtanda sæti með ellefu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×