Útlendingar brjálaðir í íslenska skyrið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2014 17:05 Íslenska skyrið er allsstaðar að slá í gegn á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum því Mjólkursamsalan gerir ráð fyrir að selja sextíu milljón dósir í ár á meðan átta milljón dósir munu seljast hér heima. Starfsmenn Mjólkursamsölunnar hafa vart undan að framleiða og pakka íslenska skyrinu sem er flutt úr landi en mesta salan er í Finnlandi, Noregi, Sviss, Færeyjum og Grænlandi, auk þess sem lítill hluti fer á Bandaríkjamarkað. Aðalsteinn H. Magnússon er sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni. „Á Íslandi er aukningin 20% á þessu ári og hún var 20% í fyrra, þannig að við tengjum þetta beint við mikinn ferðamannafjölda. Við erum að selja átta milljónir dósa á íslenska markaðnum og síðan erum við auðvitað að flytja heilmikið út og reiknum með að selja sextíu milljónir á þessu ári“, segir Aðalsteinn. Þetta eru svakalegar tölur ? „Þetta eru rosalegar tölur, salan í Skandinavíu á síðustu fjórum til fimm árum hefur á síðustu árum tífaldast“, bætir hann við. Um 1/3 af skyrinu fer í gegnum Mjólkursamsöluna og eru tekjur af því um 1800 milljónir. Síðan eru 2/3 af þessum 60 milljónum dósa seldir með leyfissamningum þar sem skyrið er framleitt hjá leyfishafa undir eftirliti Mjólkursamsölunnar. Aðalsteinn segir að fram til þessa hafi bændur náð að framleiða næga mjólk en unnið er að því með öllum tiltækum ráðum að auka framleiðsluna. Smekkur skyrsins er mjög mismunandi eftir löndum. „Já, okkur Íslendingum finnst best að borða vaniluskyr og bláberjaskyr jafnvel en Finnarnir eru vitlausir í skyr með bökuðum eplum,“ segir Aðalsteinn. Mjólkursamsalan hefur verið með mjólkurtorg í miðbæ Reyjavíkur í sumar þar sem ferðamenn hafa fengið að smakka á íslenska skyrinu. Allir eru þeir brjálaðir í íslenska skyrið. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Íslenska skyrið er allsstaðar að slá í gegn á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum því Mjólkursamsalan gerir ráð fyrir að selja sextíu milljón dósir í ár á meðan átta milljón dósir munu seljast hér heima. Starfsmenn Mjólkursamsölunnar hafa vart undan að framleiða og pakka íslenska skyrinu sem er flutt úr landi en mesta salan er í Finnlandi, Noregi, Sviss, Færeyjum og Grænlandi, auk þess sem lítill hluti fer á Bandaríkjamarkað. Aðalsteinn H. Magnússon er sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni. „Á Íslandi er aukningin 20% á þessu ári og hún var 20% í fyrra, þannig að við tengjum þetta beint við mikinn ferðamannafjölda. Við erum að selja átta milljónir dósa á íslenska markaðnum og síðan erum við auðvitað að flytja heilmikið út og reiknum með að selja sextíu milljónir á þessu ári“, segir Aðalsteinn. Þetta eru svakalegar tölur ? „Þetta eru rosalegar tölur, salan í Skandinavíu á síðustu fjórum til fimm árum hefur á síðustu árum tífaldast“, bætir hann við. Um 1/3 af skyrinu fer í gegnum Mjólkursamsöluna og eru tekjur af því um 1800 milljónir. Síðan eru 2/3 af þessum 60 milljónum dósa seldir með leyfissamningum þar sem skyrið er framleitt hjá leyfishafa undir eftirliti Mjólkursamsölunnar. Aðalsteinn segir að fram til þessa hafi bændur náð að framleiða næga mjólk en unnið er að því með öllum tiltækum ráðum að auka framleiðsluna. Smekkur skyrsins er mjög mismunandi eftir löndum. „Já, okkur Íslendingum finnst best að borða vaniluskyr og bláberjaskyr jafnvel en Finnarnir eru vitlausir í skyr með bökuðum eplum,“ segir Aðalsteinn. Mjólkursamsalan hefur verið með mjólkurtorg í miðbæ Reyjavíkur í sumar þar sem ferðamenn hafa fengið að smakka á íslenska skyrinu. Allir eru þeir brjálaðir í íslenska skyrið.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira