Innlent

Sextán mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Dómur var kveðinn upp í máli Óðins í dag.
Dómur var kveðinn upp í máli Óðins í dag.
Óðinn Freyr Valgeirsson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sextán mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu. Þá þarf hann að greiða eina og hálfa milljón krónur í sakarkostnað.

Óðni var gert að sök að hafa svipt konu á þrítugsaldri frelsi sínu, haldið henni nauðugri á heimili sínu að Kleppsvegi og hótað henni lífláti ef hún hefði ekki samræði við hann. Einnig átti hann að hafa hrint konunni, rifið í hár hennar, slegið hana með flötum lófa í andlitið og sparkað í hana.

Konan sagðist eftir atvikið hafa leitað í áfengi og drukkið börnin frá sér. Geðlæknirinn hennar kom fyrir dóm í síðustu viku og sagði hann hana bera merki um áfallastreituröskun.

Dóminn í heild sinni má lesa hér.


Tengdar fréttir

Þriggja ára fangelsi fyrir árás í Laugardal

23 ára gamall maður, Óðinn Freyr Valgeirsson, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árás á 16 ára gamla stúlku í Laugardal þann ellefta október í fyrra. Maðurinn réðst að stúlkunni á göngustíg með ofbeldi og sló hana ítrekað með hörðu áhaldi í höfuð þannig að af hlaust skurður á hnakka. Hann tók hana hálstaki þrengdi að þar til hún missti meðvitund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×