Óðinn Freyr: "Þegar maður er að éta pillur þá verður maður ruglaður” Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. júní 2014 15:30 Óðinn hefur áður komist í kast við lögreglu en hann hefur verið sakfelldur fyrir auðgunarbrot. Aðalmeðferð í máli Óðins Freys Valgeirssonar lauk í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var ákærður fyrir frelsissviptingu en árið 2012 á hann að hafa læst konu á þrítugsaldri í herbergi sínu og meinað henni útgöngu nema hún hefði við hann kynmök. Þá veitti hann henni áverka víðsvegar um líkamann, togaði í hár hennar og sparkaði í hægra hné hennar. Þá er því lýst í ákæru að hann hafi hótað henni og ógnað henni með skærum. Þrjú vitni komu fyrir dóm í dag auk þess sem konan var kölluð til vitnis á ný vegna atburða sem hún mundi ekki eftir við fyrri skýrslur fyrir dómi. Fyrsta vitnið var sambýlismaður konunnar til tíu ára. Vísir hefur greint ítarlega frá hans vitnisburði. Einnig komu fyrir dóminn læknir sem tók á móti konunni á bráðamóttöku daginn eftir árásina og geðlæknir konunnar.Marblettir eins og eftir fingur á upphandlegg konunnar Læknirinn sem tók á móti konunni kvað konuna hafa verið sjálfri sér samkvæm í frásögn sinni. Sagði hún skýrslutökur af meintum fórnarlömbum ofbeldisbrota oft geta tekið allt að fjóra tíma. Konan hélt fast við sögu sína allan tímann. Lýsti hún áverkum konunnar og spurði sækjandi sérstaklega út í skurð á hægri fæti. „Það var skurður á hægri fótlegg með storknuðu blóði,” sagði læknirinn. „Ekki votur eða blæðandi skurður þannig að það kemur heim og saman við að þetta hafi verið daginn áður.” Rifa var á buxum konunnar og sagði læknirinn líklegt að rifan hafi komið á sama tíma og sárið. Verjandi Óðins gagnrýndi neyðarmóttökuna að hafa ekki tekið buxurnar sem sönnunargagn í málinu og sagði læknirinn að það hefði átt að gera það. Verjandi spurði hvort að á henni hefðu verið áverkar sem bentu til þess að henni hefði verið haldið. „Á upphandlegg voru marblettir sem voru eins og eftir fingur,” játti læknirinn. Geðlæknir konunnar kom einnig fyrir dóm. Sagði hann hana bera merki um áfallastreitu eftir atburðinn en hann sagði að auki hana hafa verið með persónuleikatruflun fyrir atburðinn. „Síðan þegar þetta atvik kemur upp þá verður hún ennþá meira kvíðin, upplifir þráhugsanir í kringum þennan atburð og endurupplifir hann,” útskýrði geðlæknirinn. Sagði hann konuna vera dramatískari og viðkvæmari en aðrir vegna persónuleikatruflunar, þunglyndis og athyglisbrests. „Ég dreg ekkert í efa atburðarásina eins og hún lýsir henni,” fullyrti hann þó í vitnisburði sínum. Gagnrýnir störf lögreglu í málinu Óðinn hefur neitað sök í málinu, segir hann konuna vissulega hafa komið til sín þennan morgun en að þau hafi spjallað um daginn og veginn. Hún segir Óðinn hafa verið í annarlegu ástandi vegna vímuefnaneyslu og hann viðurkennir það. Saksóknari í málinu benti á að framburður Óðins hafi verið reikull og ekki sá sami hjá lögreglu og fyrir dómi. Þessu til útskýringar sagði Óðinn: „Þegar maður er að éta pillur þá verður maður ruglaður.” Verjandi Óðins gagnrýndi harðlega viðbrögð lögreglu þegar málið kom upp í málflutningi sínum að loknum vitnaleiðslum. Spurði hann dóminn hvort lögregla hefði farið á vettvang eða tekið þar myndir og svaraði síðan sínum eigin spurningum neitandi. „Lögregla bókstaflega gerir ekki neitt,” sagði hann. „Sakborningur sem greiðir sakarkostnað vegna dómsmáls á heimtingu á því að lögregla vinni sína vinnu.” Hann krafðist eðlilega sýknu fyrir hönd skjólstæðings síns og studdi það þeim rökum að óljóst væri um atvik og að áverkar á fórnarlambinu einir og sér nægðu ekki til að styðja frásögn hennar. Bað hann annars um vægustu refsingu og sagði Óðinn ekki ofbeldismann heldur sjúkling með fíkniefnavandamál. Hann hefði lokið meðferð, dveldist nú á áfangaheimilinu Vin og væri að reyna að ná fótum. Þegar hann sagði þetta brosti Óðinn til dómara og kinkaði kolli. Málflutningi og vitnaleiðslum lauk í dag. Dómari mun kveða upp dóm í málinu í næstu viku. Óðinn var árið 2011 sýknaður í Hæstarétti fyrir líkamsárás í Laugardal gegn 16 ára stúlku. Hann hefði verið sakfelldur í héraði. Tengdar fréttir „Þetta varð til þess að ég drakk börnin frá mér“ Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir að hóta konu lífláti ef hann fengi ekki að hafa kynmök við hana. 13. júní 2014 15:18 Ógnaði konu með skærum og krafðist kynmaka Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir frelsissviptingu, hótanir og gróft ofbeldi gagnvart konu á þrítugsaldri. 10. mars 2014 10:31 Þriggja ára fangelsisdómi snúið við í Hæstarétti Óðinn Freyr Valgeirsson, sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmi í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir grófa líkamsárás, var sýknaður af ákærunni í Hæstarétti í dag. 29. september 2011 16:38 Sambýlismaður fórnarlambs í máli Óðins Freys kom fyrir dóm í dag Óðni Frey er gert að sök að hafa svipt konu frelsi sínu og neitað að sleppa henni nema hún hefði við hann samræði. Fórnarlambið sat í dómsal á meðan sambýlismaður hennar bar vitni. 23. júní 2014 12:49 Máli Óðins Freys enn frestað vegna fjarveru Óðinn Freyr Valgeirsson skráði sig af meðferðarheimili og hefur ekkert sést til hans síðan. 3. apríl 2014 15:47 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Óðins Freys Valgeirssonar lauk í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var ákærður fyrir frelsissviptingu en árið 2012 á hann að hafa læst konu á þrítugsaldri í herbergi sínu og meinað henni útgöngu nema hún hefði við hann kynmök. Þá veitti hann henni áverka víðsvegar um líkamann, togaði í hár hennar og sparkaði í hægra hné hennar. Þá er því lýst í ákæru að hann hafi hótað henni og ógnað henni með skærum. Þrjú vitni komu fyrir dóm í dag auk þess sem konan var kölluð til vitnis á ný vegna atburða sem hún mundi ekki eftir við fyrri skýrslur fyrir dómi. Fyrsta vitnið var sambýlismaður konunnar til tíu ára. Vísir hefur greint ítarlega frá hans vitnisburði. Einnig komu fyrir dóminn læknir sem tók á móti konunni á bráðamóttöku daginn eftir árásina og geðlæknir konunnar.Marblettir eins og eftir fingur á upphandlegg konunnar Læknirinn sem tók á móti konunni kvað konuna hafa verið sjálfri sér samkvæm í frásögn sinni. Sagði hún skýrslutökur af meintum fórnarlömbum ofbeldisbrota oft geta tekið allt að fjóra tíma. Konan hélt fast við sögu sína allan tímann. Lýsti hún áverkum konunnar og spurði sækjandi sérstaklega út í skurð á hægri fæti. „Það var skurður á hægri fótlegg með storknuðu blóði,” sagði læknirinn. „Ekki votur eða blæðandi skurður þannig að það kemur heim og saman við að þetta hafi verið daginn áður.” Rifa var á buxum konunnar og sagði læknirinn líklegt að rifan hafi komið á sama tíma og sárið. Verjandi Óðins gagnrýndi neyðarmóttökuna að hafa ekki tekið buxurnar sem sönnunargagn í málinu og sagði læknirinn að það hefði átt að gera það. Verjandi spurði hvort að á henni hefðu verið áverkar sem bentu til þess að henni hefði verið haldið. „Á upphandlegg voru marblettir sem voru eins og eftir fingur,” játti læknirinn. Geðlæknir konunnar kom einnig fyrir dóm. Sagði hann hana bera merki um áfallastreitu eftir atburðinn en hann sagði að auki hana hafa verið með persónuleikatruflun fyrir atburðinn. „Síðan þegar þetta atvik kemur upp þá verður hún ennþá meira kvíðin, upplifir þráhugsanir í kringum þennan atburð og endurupplifir hann,” útskýrði geðlæknirinn. Sagði hann konuna vera dramatískari og viðkvæmari en aðrir vegna persónuleikatruflunar, þunglyndis og athyglisbrests. „Ég dreg ekkert í efa atburðarásina eins og hún lýsir henni,” fullyrti hann þó í vitnisburði sínum. Gagnrýnir störf lögreglu í málinu Óðinn hefur neitað sök í málinu, segir hann konuna vissulega hafa komið til sín þennan morgun en að þau hafi spjallað um daginn og veginn. Hún segir Óðinn hafa verið í annarlegu ástandi vegna vímuefnaneyslu og hann viðurkennir það. Saksóknari í málinu benti á að framburður Óðins hafi verið reikull og ekki sá sami hjá lögreglu og fyrir dómi. Þessu til útskýringar sagði Óðinn: „Þegar maður er að éta pillur þá verður maður ruglaður.” Verjandi Óðins gagnrýndi harðlega viðbrögð lögreglu þegar málið kom upp í málflutningi sínum að loknum vitnaleiðslum. Spurði hann dóminn hvort lögregla hefði farið á vettvang eða tekið þar myndir og svaraði síðan sínum eigin spurningum neitandi. „Lögregla bókstaflega gerir ekki neitt,” sagði hann. „Sakborningur sem greiðir sakarkostnað vegna dómsmáls á heimtingu á því að lögregla vinni sína vinnu.” Hann krafðist eðlilega sýknu fyrir hönd skjólstæðings síns og studdi það þeim rökum að óljóst væri um atvik og að áverkar á fórnarlambinu einir og sér nægðu ekki til að styðja frásögn hennar. Bað hann annars um vægustu refsingu og sagði Óðinn ekki ofbeldismann heldur sjúkling með fíkniefnavandamál. Hann hefði lokið meðferð, dveldist nú á áfangaheimilinu Vin og væri að reyna að ná fótum. Þegar hann sagði þetta brosti Óðinn til dómara og kinkaði kolli. Málflutningi og vitnaleiðslum lauk í dag. Dómari mun kveða upp dóm í málinu í næstu viku. Óðinn var árið 2011 sýknaður í Hæstarétti fyrir líkamsárás í Laugardal gegn 16 ára stúlku. Hann hefði verið sakfelldur í héraði.
Tengdar fréttir „Þetta varð til þess að ég drakk börnin frá mér“ Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir að hóta konu lífláti ef hann fengi ekki að hafa kynmök við hana. 13. júní 2014 15:18 Ógnaði konu með skærum og krafðist kynmaka Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir frelsissviptingu, hótanir og gróft ofbeldi gagnvart konu á þrítugsaldri. 10. mars 2014 10:31 Þriggja ára fangelsisdómi snúið við í Hæstarétti Óðinn Freyr Valgeirsson, sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmi í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir grófa líkamsárás, var sýknaður af ákærunni í Hæstarétti í dag. 29. september 2011 16:38 Sambýlismaður fórnarlambs í máli Óðins Freys kom fyrir dóm í dag Óðni Frey er gert að sök að hafa svipt konu frelsi sínu og neitað að sleppa henni nema hún hefði við hann samræði. Fórnarlambið sat í dómsal á meðan sambýlismaður hennar bar vitni. 23. júní 2014 12:49 Máli Óðins Freys enn frestað vegna fjarveru Óðinn Freyr Valgeirsson skráði sig af meðferðarheimili og hefur ekkert sést til hans síðan. 3. apríl 2014 15:47 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Þetta varð til þess að ég drakk börnin frá mér“ Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir að hóta konu lífláti ef hann fengi ekki að hafa kynmök við hana. 13. júní 2014 15:18
Ógnaði konu með skærum og krafðist kynmaka Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir frelsissviptingu, hótanir og gróft ofbeldi gagnvart konu á þrítugsaldri. 10. mars 2014 10:31
Þriggja ára fangelsisdómi snúið við í Hæstarétti Óðinn Freyr Valgeirsson, sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmi í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir grófa líkamsárás, var sýknaður af ákærunni í Hæstarétti í dag. 29. september 2011 16:38
Sambýlismaður fórnarlambs í máli Óðins Freys kom fyrir dóm í dag Óðni Frey er gert að sök að hafa svipt konu frelsi sínu og neitað að sleppa henni nema hún hefði við hann samræði. Fórnarlambið sat í dómsal á meðan sambýlismaður hennar bar vitni. 23. júní 2014 12:49
Máli Óðins Freys enn frestað vegna fjarveru Óðinn Freyr Valgeirsson skráði sig af meðferðarheimili og hefur ekkert sést til hans síðan. 3. apríl 2014 15:47